Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 174
174
SIGRúN MARGRéT GuðMuNDSDÓTTIR
[S]ú var tíðin að henni fannst hún ekki vera almennilega vakandi
nema hún væri í vinnunni og þegar hún var þar ekki var hún með
hálfan hugann við þær hugmyndir sem byltu sér innra með henni;
ljótar, grófar og vandræðalega klénar þar til aldan í vitundinni hafði
pússað þær. Og þá, skínandi lýtalausar, vöktu þær þrá í hjarta venju-
lega, þreytta fólksins sem langaði í hlutdeild af áreynslulausri feg-
urðinni. (bls. 111)
Á sambærilegan hátt er sagt frá sköpunarvinnu Sveins: „Hans hlutverk var
að teygja sig í kringlóttar og ilmandi hugmyndir og fæða þær inn í efnis-
heiminn“ (bls. 276). Neyslumarkmið fjöldalistarinnar endurspeglast ekki
síst í því að Sveinn fer að hugsa um sig sem handverksmann eftir að hann
útskrifast, prísar sig sælan yfir því að að þurfa ekki að lifa í fátæktarbasli
listamannsins því hann hefur fundið leið til að gera list sína að handverki
og þar með að tekjulind. Um dúkkuna Ölmu segir hann til dæmis: „[h]ún
er ekkert ómetanlegt listaverk, […] en hún er mjög verðmæt og ég þarf að
standa við þær skuldbindingar sem ég hef gert“ (bls. 210).
Guðrún Eva smíðar sögu um samfélag sem er skeytingarlaust um flest
annað en markað, vöru og neyslu. Um leið er sagan óður til sköpunar.
Persónur hennar eru sífellt að skapa, hver í sínu horni. Það sama gera les-
endur, sem flestir sitja/liggja sjálfsagt hver í sínu rými með sitt eintak af
Skaparanum. Í sögunni eru dregnar upp þversagnirnar sem listamaðurinn/
dúkkusmiðurinn neyðist til að búa við; annars vegar leitast hann við að skapa
verk sem skiptir máli, hins vegar þarf hann að selja það. En þversagnirnar
sýna lesendum ekki síður fram á að jafnvel markaðsvaran getur hróflað við
ímyndunarafli þess sem tekur við henni. Og nýtt sköpunarverk verður til.
ABSTRACT
White as Styrofoam: on Guðrún Eva’s sex doll
This article explores the comparison between the sex doll in Skaparinn by Guðrún
Eva Mínervudóttir and the novel itself. Both products are mass produced con-
sumer goods which can also be regarded as mass art, produced with the intention
of consumption and profit. Furthermore, each product can be regarded as a
simula tion, when Baudrillard’s ideas on simulacra and simulation are taken into
account. They reveal the flaws and imperfections of our society, making a clear
comparison between those who read novels and those who buy sex dolls.
Keywords: Icelandic literature, mass art, simulation, characterisation, consump-
tion.