Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 175
175
Jonathan Cole
Akademískt frelsi og frjálsar rannsóknir
Jonathan Cole hefur starfað við Columbia háskóla í New York um árabil, en
þaðan lauk hann einnig doktorsprófi árið 1969. Frá 1976 hefur hann gegnt
prófessorsstöðu í félagsfræði við skólann og á árunum 1989 til 2003 var hann
aðstoðarrektor hans og forseti háskóladeilda. Cole hefur skrifað um félags-
fræði vísinda og vísindarannsókna þar á meðal um jafningjamat og stöðu
kvenna í vísindum.
Á undanförnum árum hefur hann beint athygli sinni að æðri menntun og
einkum þróun háskóla- og rannsóknastofnana í bandarísku samfélagi. Hann
heldur því fram að stjórnvöld hafi smátt og smátt grafið undan sjálfstæði
stofnana sinna og getu til að sinna því hlutverki sínu að stuðla að öflugum
rannsóknum. Hann hefur bent á að umræða um háskóla og gæði háskóla bein-
ist í auknum mæli að miðlunar- og kennsluhlutverki þeirra, en rannsóknir séu
vanmetnar, almenningur eigi bágt með að skilja gildi þeirra og þrengt sé að
þeim af öflum stjórnmála og atvinnulífs. Þannig séu rannsóknir í stórhættu –
og þar með raunveruleg hætta á að háskólinn sinni ekki mikilvægasta hlutverki
sínu.
Bók Coles The Great American University, sem eftirfarandi kafli er úr, fjallar
um tilurð bandarísku rannsóknaháskólanna og sögu þeirra.1 Cole leggur sig
fram um að sýna fram á hvernig hugmyndin um rannsóknaháskólann sem við
þekkjum nú, varð til smátt og smátt í langvarandi rökræðum og deilum innan
og utan háskólastofnana. Háskólinn sem fyrirbæri er vissulega margra alda
gamall og það má jafnvel halda því fram að saga hins vestræna háskóla sé jafn-
löng sögu vestrænnar siðmenningar. En hugsunin og skipulagið sem liggur
rannsóknaháskóla samtímans til grundvallar er ekki nema að hluta byggt á forn-
um hefðum. Nútímaháskólinn er einn af drifkröftum nútímasamfélags og sú
starfsemi sem fer fram innan hans hefur gríðarleg áhrif á þróun samfélagsins.
Í miðhluta bókarinnar fjallar Cole um mikilvægar rannsóknir og uppgötv-
anir í vísindum og fræðum, og fylgir umfjöllun sinni eftir í lokahlutanum með
því að ræða um akademískt frelsi og hlutverk þess. Niðurstaða Coles er sú að
Ritið 1/2011, bls. 175–227
1 Jonathan Cole, The Great American University: Its Rise to Preeminence, Its In dispens
able National Role, Why It Must Be Protected, New York: Public Affairs, 2010. Hér er
þýddur 11. kafli bókarinnar „Academic freedom and free inquiry“, bls. 345–386.