Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 180
180
JONATHAN COLE
kynslóðar. Kenningar Lysenkos höfðu mikil áhrif á sovétleiðtoga sem sáu
hliðstæðu á milli niðurstaðna hans um plöntur og dýr (sem miðuðust að
því að auka framleiðni í landbúnaði) og hugmyndarinnar um að fólkinu
mætti „breyta til hins betra með áætlunarbúskap ríkisins“. Eins og Loren
Graham, helsti sérfræðingur um sovésk vísindi, hefur bent á, hafnaði
Lysenko því raunar að kenningar hans gætu átt við menn. Hann trúði því
hinsvegar að þær ættu við um aðrar tegundir. Í Sovétríkjunum öðlaðist
hann frægð fyrir svokallaða „blómgun“ en það er aðferð til að breyta vetr-
arafbrigði hveitis í sumarafbrigði með hitabreytingum. Þessi aðferð hafði
þó verið uppgötvuð mörgum árum áður í Bandaríkjunum, en Lysenko
beitti sér fyrir víðtækastri notkun hennar. Vísindalega vitleysan hjá
Lysenko var sú að telja eiginleika blómgunar geta sest að í erfðamengi
plöntunnar og gengið í arf til næstu kynslóðar plantna, sem þar með þyrfti
ekki að blómga með sama hætti.
Viðleitni Lysenkos til að ná völdum á rannsóknasviði sínu var þó líklega
mikilvægari en kenningar hans. Kollegar hans hefðu þrátt fyrir allt getað
prófað þær til að svara efasemdum um þær. Hann vildi losna við bestu
erfðafræðinga Sovétríkjanna, svo sem N.I. Vavilov, sem var eindreginn
fylgismaður kenninga og aðferða nútímaerfðavísinda, og hann vildi geta
stýrt því hverjir fengju störf við vísindarannsóknir meðal sovéskra líffræð-
inga. Honum tókst hvorttveggja. Árið 1935 lauk Stalín lofsorði á verk hans
og hann sjálfan. Lysenko færði rök fyrir því að með blómgun mætti stór-
auka framleiðslu hveitis í Sovétríkjunum. Á árunum 1935 og 1936 voru
Lysenko og I.I. Prezent (sem raunar var lögfræðingur en ekki vísindamað-
ur) farnir að birta saman greinar í vísindatímaritum þar sem því var haldið
fram að uppgötvanir annarra vísindamanna á sviði erfðafræði stríddu gegn
pólitískri hugmyndafræði ríkisins. Prezent setti saman yfirborðslegar rök-
semdafærslur fyrir Lysenko sem áttu að sýna hvernig líffræði hans og hug-
myndir díalektískrar efnishyggju færu saman. Í sameiningu réðust þeir á
Vavilov og gagnrýndu niðurstöður hans og um leið kenningar erfðavísind-
anna sem voru í mótun. Þeir héldu því fram að stuðningur við þær hamlaði
framþróun landbúnaðarframleiðslunnar, en það var alvarlegur glæpur
gagnvart Stalínstjórninni.4
4 Í mikilvægri ræðu sem Lysenko hélt árið 1935 sakaði hann gagnrýnendur sína,
einkum erfðafræðingana, um spellvirki. Hann sagði: „Það fylgdi því gróf niðurlæg-
ing að verja blómgunarkenninguna í alls kyns átökum við svokallaða vísindamenn.
… Með samyrkjukerfinu var sýnt fram á réttmæti hennar […] á grundvelli einu
vísindalegu aðferðarinnar, hins eina og einasta leiðarljóss vísinda sem félagi Stalín