Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 181
181
Þó að sumir sovéskir vísindamenn (og sömuleiðis bandarískir, eins og
H.J. Muller sem síðar fékk Nóbelsverðlaunin í erfðafræði) streittust á móti
þegar ráðist var á erfðafræðina, tókst þeim ekki að sannfæra sovéska koll-
ega sína. Traustum vísindum var varpað fyrir róða og haldlaus sannfæring
tekin fram yfir þau vegna þess að vísindi eins og Lysenko stundaði féllu svo
vel að hugmyndafræði marx-lenínismans. Svo hófust hreinsanirnar og þær
komu ekki aðeins niður á erfðafræðingunum heldur einnig á öllum sem
voru í andstöðu við Lysenko. Það var áhættusamt að vera talsmaður erfða-
vísinda í Sovétríkjunum um miðjan fjórða áratuginn eins og Vavilov komst
að. Theodosius Dobzhanskí, bandarískur erfðafræðingur og þróunarlíf-
fræðingur sem hafði flutt til Bandaríkjanna frá Úkraínu árið 1927, lýsti
örlögum hans svona: „Síðustu árin mátti hann þola þá raun að horfa upp á
óhæfa einstaklinga komast í þá aðstöðu að geta rifið niður það sem hann
hafði áorkað. Hann mætti dauða sínum í fangelsi á fjarlægum og eyðileg-
um ströndum Austur-Síberíu.“5
Nú á dögum tekur auðvitað enginn lengur mark á kenningum Lys-
enkos, en hann varð valdamikill vegna þess að Stalín og ráðgjafar hans
studdu hugmyndir hans af hörku og sömuleiðis þá viðleitni hans að útrýma
öðrum skoðunum úr sovéska vísindasamfélaginu. Lysenko reis til áhrifa á
nokkurn veginn sama tíma og Hitler var að hreinsa út vísindamenn sem
annað hvort voru gyðingar eða andstæðingar stjórnarstefnu nasista. Hvort-
tveggja varð lýsandi dæmi um stórkostleg brot gegn akademísku frelsi og
frjálsum rannsóknum; hvorttveggja sýnir á áhrifamikinn hátt hverjar afleið-
ingarnar geta orðið fyrir vísindarannsóknir og háskóla þegar pólitískum
aflsmunum er beitt til að móta eða takmarka vöxt þekkingar. Grundvallar-
viðmið vísinda og háskóla voru sniðgengin og staðreyndin er sú að vísinda-
starf í Þýskalandi og Rússlandi hefur aldrei beðið þess bætur.6
kennir okkur daglega.“ Þegar hér var komið sögu var Stalín svo djúpt snortinn að
hann stökk úr sæti sínu og kallaði: „Bravó, félagi Lysenko, bravó!“ (Valerí N.
Soyfer. Lysenko and the Tragedy of Soviet Science [New Brunswick, N.J.: Rutgers
University Press, 1994] bls. 60–61). Og þegar Stalín talaði, þá hlustuðu Sovét-
menn.
5 Theodosius Dobzhanskí, „N.I. Vavilov, A Martyr of Genetics: 1887–1942“ í Death
of Science in Russia: The Fate of Genetics as Described in Pravda and Elsewhere
(Philadelphia: University of Pennsylvania Press, 1949), bls. 80–89.
6 Loren Graham ræðir þetta nokkuð ítarlega í Between Science and Values, kafla 8.
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR