Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 183
183
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
Gjaldið sem goldið er með takmörkun borgararéttinda á hættutímum
hefur vakið töluverðan áhuga lögspekinga og sagnfræðinga.8 Eins og við
munum sjá þegar við fjöllum um nokkur slík tímabil hafa hin dæmigerðu
viðbrögð við þjóðarkrísu oft byrjað á því að spjótum er beint að því fólki
sem hefur ekki ríkisborgararétt, eða er nýlega búið að fá ríkisborgararétt.
Svo hefur hringurinn stækkað í það að ná til allra Bandaríkjamanna. Þó að
óþolið hafi birst í ýmsum myndum beinist það iðulega að kynþætti eða
þjóðerni, meintum svívirðilegum hugmyndum, og sekt vegna tengsla. Það
er sama hvort skotmarkið er Frakkar eða Þjóðverjar á átjándu öld, Þjóð-
verjar, Austurríkismenn eða innflytjendur af gyðingaættum snemma á
tutt ugustu öld, Japanir og japanskir Bandaríkjamenn í seinni heimsstyrj-
öldinni eða arabar og múslimar um þessar mundir. Þegar reynt er að auka
þjóðaröryggi er oft alið á ótta og staðalmyndum kynþátta- og þjóðernisfor-
dóma. Leiðirnar til að tjá vantraust og koma af stað ofsóknum hafa falið í
sér lagafyrirmæli og stjórnvaldsákvarðanir sem skerða frelsi. Stjórnsýslan
grípur til aðgerða sem draga úr rétti til einkalífs (um leið og heimildir
stjórnvalda til leitar, haldlagningar og handtöku eru auknar og dregið úr
réttindum fólks til að afla sér lögfræðiaðstoðar). Hindrunum er komið á
gagnvart eðlilegri málsmeðferð, auk þess sem gert er refsivert að láta í ljós
ákveðnar skoðanir og brotið er gegn félagafrelsi. Þó að mörg þessara rétt-
inda séu tryggð á nýjan leik eftir að krísan er liðin hjá, hafa hundruð eða
hundruð þúsunda einstaklinga mátt gjalda fyrir ofsóknirnar og stofnanir
sömuleiðis. Hvert tímabil fyrir sig felur í sér dramatíska atburðarás þar
sem hetjur og þrjótar koma fram á sjónarsviðið.
Allt frá stofnun Bandaríkjanna hefur reynst erfitt að tryggja jafnvægi
einstaklingsréttinda og þjóðaröryggis. En segja má að „rauða hættan“ sem
tvisvar heltók þjóðina á tuttugustu öld dragi best fram hætturnar sem óþol
og ofsóknir hafa í för með sér fyrir anda akademísks frelsis og frjálsra rann-
8 Hér eru fáein dæmi um nýlegar bækur sem fjalla um þetta efni: Geoffrey Stone,
Perilous Times: Free Speech in Wartime from the Sedition Act of 1798 to the War on
Terrorism (New York: W.W. Norton, 2004); Cynthia Brown, ritstj., Lost Liberties:
Ashcroft and the Assault on Civil Liberties (New York: New Press, 2003); Richard C.
Leone og Greg Amig Jr., ritstj., Liberty under Attack: Reclaiming our Freedom in an
Age of Terror (New York: Public Affairs, 2007); Frederick A.O. Schwarz, Jr. og Aziz
Z. Hug, Unchecked and Unbalanced: Presidential Power in a Time of Terror (New
York: New Press, 2007); James L. Turk og Allan Manson, Free Speech in Fearful
Times: After 9/11 in Canada, the U.S., Australia, and Europe (Toronto: James
Lorimer, 2007) og Richard Posner, Not a Suicide Pact: The Constitution in a Time of
National Emergency (Oxford: Oxford University Press, 2006).