Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 187
187
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
Palmer aðgerðirnar voru að hluta viðbrögð við raunverulegum hryðju-
verkaárásum – bréfasprengjum í apríl 1919 og sprengjuárásum í átta
bandarískum borgum 2. júní 1919. Fórnarlömb árásanna voru bandarískir
forystumenn, þar á meðal ríkissaksóknarinn sjálfur, Lee Overman öld-
ungadeildarþingmaður og formaður rannsóknarnefndar um bolshevíka,
hæstaréttardómarinn Oliver Wendell Holmes Jr., yfirmaður póstþjónust-
unnar, Albert Burleson hershöfðingi, John D. Rockefeller og J.P. Morgan.20
Mennirnir sem komu sprengjunum fyrir náðust aldrei, en í nóvember
sama ár voru 650 einstaklingar grunaðir um „róttækni“ handteknir í fyrstu
aðgerðinni. Margir voru blásaklaust fólk sem hafði bara flækst í netið sem
stjórnvöld köstuðu. 249 af þessum voru fluttir úr landi í desember 1919. Í
mánuðinum á eftir voru 4000 meintir róttæklingar handteknir í þrjátíu og
þremur borgum, og „bókstaflega hver einasti leiðtogi kommúnistahreyf-
inga og -hópa var settur í varðhald.“21 Margir forystumenn innan laga-
deilda bandarísku háskólanna og þekktir dómarar, á borð við Learned
Hand og Charles Evans Hughes létu í ljós miklar áhyggjur af því hve langt
var gengið í aðgerðunum.
Rauða hættan á árunum 1917 til 1920 sýndi öllum innan rannsókna-
samfélagsins og háskólakennslu að ekkert væri frekar að finna heilsteyptan
stuðning við hugmyndir sem tengdar væru við árásir á stjórnvöld innan
veggja háskólans, heldur en úti í samfélaginu. Ef háskólinn ætti að vera
sérstakur staður þar sem menn nytu frelsis til að láta í ljós hugmyndir sínar
á erfiðum tímum – jafnvel hugmyndir sem meirihluti fólks óttaðist – þá
væri hann ekki enn tilbúinn að taka við þessu hlutverki.22 Þegar öllu er á
hennar sem beindi sjónum að útlendum róttæklingum, „þar sem hann hélt lista
yfir útlenda undirróðursmenn og skipulagði hóphandtökur róttæklinga um allt
landið, þær fyrstu sinnar tegundar“ (Cole, Enemy Aliens, bls. 116). Þegar Hoover
starfaði fyrir Almenna eftirlitsdeild innan Rannsóknarlögreglunnar var honum
falið að „safna upplýsingum um starfsemi róttæklinga og samhæfa þær“ (Stone,
Perilous Times, bls. 223). Hann bjó til „ítarlega spjaldskrá með nöfnum meira en
200 þúsund einstaklinga sem grunaðir voru um róttækar skoðanir, þátttöku í rót-
tækri starfsemi eða tengsl við róttæklinga“ (sama heimild).
20 Stone, Perilous Times, bls. 221.
21 Sama heimild, bls. 223.
22 Charles Beard sagði í uppsagnarbréfi sínu til Columbia háskóla: „Ég á bágt með að
finna réttu orðin til að lýsa fyrir þér hvað það þýðir fyrir mig að slíta svo gamal-
gróin tengsl. Þyngst fellur mér þó að skilja við kollega mína. Þegar ég hugsa til
fræðimennsku þeirra og þess orðspors sem þeir njóta um allan heim, og ber þá
saman við þessa fáu og lítt þekktu stjórnarmenn sem nú drottna yfir háskólunum
og ógna yngri kennurum, þá get ég ekki bælt undrun mína yfir því að Bandaríkin,
af öllum löndum, hafi sett háskólakennarann skör neðar en verkamanninn, sem