Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 189
189
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
kringum eftirlit sem stofnanavæddi söfnun leynilegra upplýsinga um tugi
þúsunda bandarískra ríkisborgara.
Þegar komið var fram á miðjan fimmta áratuginn hafði Óameríska
nefndin verið til í fimm ár og var farin að svipast um eftir nýjum ástæðum
til að réttlæta tilveru sína. Þjóðin sem eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk
var í senn ráðandi heimsveldi og eina kjarnorkuveldi heimsins komst fljótt
að því að Rússland hafði náð Austur-Evrópu á sitt vald og var hún að verða
hluti Sovétblokkarinnar, kommúnistaflokkar á Ítalíu og í Frakklandi voru
að auka áhrif sín og það virtist vel hugsanlegt að þeir gætu komist í stjórn
þar í lýðræðislegum kosningum. Hröð kjarnorkuþróun í Rússlandi og
sigur Maos Tsetung og kommúnista í Kína í október 1949, stríðshótanir í
Kóreu og árásir Norður-Kóreumanna á Suðrið í kjölfarið, juku á óttann í
Bandaríkjunum um að kommúnisminn væri raunveruleg utanaðkomandi
ógn við Bandaríkin.
Vitnisburður Algers Hiss fyrir Óamerísku nefndinni árið 1949 vakti
mikla athygli. Þar svaraði hann ásökunum Whittakers Chambers, blaða-
manns á fréttatímaritinu Time, um njósnir. Ákæran á hendur Hiss um
meinsæri í kjölfarið jók enn á þann misskilning að öryggismál innanlands
væru í ólestri og að kommúnistafélög stæðu að víðtæku samsæri (Richard
Nixon sem þá var ungur fulltrúadeildarþingmaður varð landsfrægur fyrir
sitt hlutverk í yfirheyrslunum). Rannsóknir á „kjarnorkunjósnum“ blönd-
uðust saman við þetta á árunum 1950 og 1951, efi um hollustu J. Roberts
Oppenheimer og annarra kjarnorkuvísindamanna sem höfðu unnið að
Manhattanverkefninu árið 1953 og játning Klaus Fuchs við bresku leyni-
þjónustuna að hann hefði afhent Sovétmönnum leynilegar vísindaupplýs-
ingar um kjarnorkusprengjuna. Sú staðhæfing Fuchs að David Greenglass,
bróðir Ethel Rosenberg, hefði njósnað fyrir Rússland þegar hann vann
sem vélamaður við Manhattanverkefnið leiddi til þess að Julius og Ethel
ar, gefur út, ritstýrir, lætur frá sér, breiðir út, selur, dreifir eða birtir opinberlega
rit- eða prentmál þar sem hvatt er til, ráðlagt eða kennt að það sé skylda, nauðsyn
eða æskilegt markmið að steypa nokkurri stjórn Bandaríkjanna af stóli með valdi
eða ofbeldi[,] […] [h]ver sá sem skipuleggur, aðstoðar við eða reynir að skipuleggja
hverskyns samtök, hópa eða félagsskap manna sem kenna, hvetja til eða beita sér
fyrir því að slíkum stjórnvöldum sé steypt af stóli eða þeim eytt með valdi eða
ofbeldi, er eða verður meðlimur í eða kýs að tengjast slíkum samtökum, hóp eða
félagsskap manna vitandi vits um markmið hans – skal sæta sektum fyrir það eða
fangelsi að hámarki tuttugu ár eða hvorttveggja og má ekki gegna neinu starfi fyrir
nokkra stofnun eða deild hins opinbera næstu fimm ár eftir sakfellingu.“ (Nú í 18
U.S. Code 2385 [2000]).