Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 190
190
JONATHAN COLE
Rosenberg sættu rannsókn og voru handtekin, grunuð um njósnir í júlí
1950 og að kveðinn var upp dómur yfir þeim eftir mjög umdeild réttar-
höld. Þau voru svo tekin af lífi í Sing Sing fangelsi árið 1953 fyrir að hafa
skipulagt njósnir (eftir að dómnum hafði verið áfrýjað mörgum sinnum).
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti 1950 lög um innanlandsör-
yggi („McCarranlögin“), sem útheimtu skráningu á bandaríska kommún-
istaflokknum og tengdum samtökum hjá ríkissaksóknara. Lögin kváðu
ennfremur á um að þeir sem sóttu um störf hjá ríkisstjórninni eða banda-
rískt vegabréf greindu frá því hvort þeir væru félagar í kommúnistaflokkn-
um. Þeir sem voru það gátu átt von á því að vera synjað um vegabréf og
vísað úr landi. Truman forseti beitti neitunarvaldi og sagði að það „mundi
afskræma mannréttindaákvæði okkar [og] veikja í raun öryggiskerfið inn-
anlands.“ Þá sneri þingið neituninni við með því að samþykkja frumvarpið
með 89 prósenta meirihluta atkvæða. Repúblikanar höfðu uppgötvað
aðferð, rannsóknir og yfirheyrslur á vegum þingsins, sem beita mátti til
þess að afhjúpa stjórn Trumans og Roosevelts sem „umburðarlynda gagn-
vart kommúnisma“.
Dómstólarnir umbáru löggjöfina og aðrar hömlur á borgaraleg frelsis-
réttindi sem tengdust baráttunni við að bæla niður starfsemi og hugsanleg
samsæri kommúnista í landinu.27 Jafnvel þegar dómurum og Hæstarétti
fundust aðferðir Óamerísku nefndarinnar ógeðfelldar „virtu“ þeir „yfir-
heyrslurétt“ þingsins og samþykktu takmarkanir á borgaralegum réttind-
um. Ef til vill var það vegna virðingar en gat líka hafa verið kalt pólitískt
mat þar sem dómararnir veltu fyrir sér afleiðingu þess fyrir dómstólana að
standa gegn ofsóknum McCarthys og stuðningsmanna hans. Hvað sem
réttlætti þessa afstöðu þá lögðu þeir blessun sína yfir „nornaveiðarnar“ og
„tálbeiturnar“ með því að hleypa inn í stjórnarskrána takmörkunum á
kjarna borgaralegra frelsisréttinda.28
27 Stone, Perilous Times, bls. 395, gerir þá athugasemd að á kaldastríðstímanum hafi
rétturinn gefið út sextíu úrskurði sem snerust um Stjórnarskrárbreytingu númer
eitt, samanborið við aðeins sex í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri. Um djúphugs-
aða umfjöllun sjá Dennis gegn Bandaríkjunum, 341U.S.494 (1951); og þróun kenn-
inga um Stjórnarskrárbreytingu númer eitt, ekki síst hugmyndir Learneds Hand
dómara eftir úrskurðinn í máli Masses Publishing Co. gegn Patten, 244 F. 535
(S.D.N.Y. 1917). Sjá einnig um mælikvarðann „augljós og yfirvofandi hætta“ með
tilliti til kenningarinnar um hann og notkunar hans, Stone, Perilous Times, kafli 5.
28 Dennis gegn United States (sjá hér að framan) var mál sem markaði tímamót. Við
það mál bættust aðrir úrskurðir sem Douglas dómari sagði að „sýndu hvernig rétt-
urinn gerðist einn varganna og tæki þátt í að veitast að óvinsælu fólki“ og mál
Adlers gegn Board of Education, 342 U.S. 485 (1952), en þar voru Feinberg-lögin