Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 192
192
JONATHAN COLE
að miklum mun á árunum milli heimsstyrjaldarinnar fyrri og kalda stríðs-
ins. Mestur var blóminn í starfseminni um 1940 þegar um 140.000 manns
greiddu félagsgjöld. Um 1950 var talan komin niður í um 50.000, helm-
ingur þeirra í New York; og 1957 var talið að 10.000 væru í flokknum.
Margir þessara félaga voru úr minnihlutahópum, einkum gyðingar af
fyrstu eða annarri kynslóð búsettir í norðausturhluta landsins. Þegar svo
McCarthyisminn fór að blómstra var aðeins einn af hverjum 2000 full-
orðnum Bandaríkjamönnum í kommúnistaflokknum og var tæpast hægt
að telja það pólitíska ógnun. Eigi að síður samþykktu 44 af 48 fylkisstjórn-
um á milli 1949 og 1955 lög sem „voru til þess ætluð að uppræta niðurrifs-
starfsemi kommúnista og bæla hana niður.“29
Andrúmsloftið í innanlandspólitíkinni á seinni hluta fimmta áratugarins
kynti undir ótta um að í Bandaríkjunum væri í gangi samsæri kommúnista
til að steypa ríkisstjórninni. Repúblikanaflokkurinn sem var í stjórnarand-
stöðu á Roosevelttímanum en hefði getað sigrað Truman 1948, notaði
óttann við innanlandsógnun sér til framdráttar og hélt því fram að Truman
hefði ekki næga hörku gagnvart þeim sem ógnuðu þjóðfélaginu innan frá.
Truman brást við auknum árásum um að hann „væri umburðarlyndur
gagnvart kommúnisma“ með því að koma 1947 fram með hollustu- og
öryggisáætlun sem skyldaði starfsmenn alríkisstjórnarinnar til að leggja
fram öryggisvottorð ef þeir vildu halda vinnunni þrátt fyrir að hann væri
ekki hlynntur því hvernig repúblikanar mögnuðu upp sefasýki vegna
kommúnisma.30
Svo kaldhæðnislegt sem það er, þá breytti þetta öllu. Framkvæmdaráðið
bannaði alríkisstjórninni að ráða kommúnista, fasista og hinn óskilgrein-
anlega hóp „annarra alræðissinna“ og útilokaði frá ráðningu þá sem voru
sakaðir um „vinsamleg tengsl“ við hina óæskilegu eða samtök þeirra. FBI
var falin sú ábyrgð að rannsaka vandlega alla þá sem þessi regnhlífaskil-
29 Alan Brinkley, „The Politics of Anti-Communism“, http://caho.columbia.edu/
seminars/0712/web/sect_2/0712_S2_html.
30 Truman fyrirskipaði þessa áætlun með reglugerð 9835. Ríkissaksóknari gerði
fyrsta listann yfir undirróðurssamtök árið 1947, en stjórn Trumans gaf hann út
sama ár. Listann mátti „leggja að jöfnu við opinbera brennimerkingu án réttar-
halda“ skrifaði Stone: „Framlög til samtaka sem voru á listanum þurru fljótt,
félögum fækkaði og erfitt var að útvega fundarstaði. Listi saksóknarans hafði þó
ekki mest áhrif á samtökin sem á honum voru heldur á vilja venjulegra
Bandaríkjamanna til að láta í ljós nokkuð það sem fór í bága við almennan rétt-
trúnað“ (Stone, Perilous Times, bls. 344).