Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 194
194
JONATHAN COLE
Þegar Óameríska nefndin var búin að ljúka sér af með Hollywood fóru
nefndarmenn að leita að öðrum áberandi hópum til að ráðast á og fundu
þá hjá vísindamönnunum sem höfðu unnið við Manhattanverkefnið og
fræðimönnum við háskólana. Óameríska nefndin var raunar ekki fyrst til
að ganga þá götu. Sumar fylkisstjórnir höfðu þegar búið til sínar eigin
nefndir til að rannsaka öryggisáhættu og beindu þar augum að fremstu
háskólum landsins. Enn fleiri samþykktu auk þess lög til að bola komm-
únistum burt úr skólastofunni. Raunveruleg fórnarlömb þessara hreinsana
„niðurrifsaflanna“ úr háskólum, þeir sem misstu störf sín, voru oftast nær
fyrrverandi flokksfélagar sem höfðu sagt skilið við flokkinn löngu áður en
þeir voru yfirheyrðir af háskólayfirvöldum eða Óamerísku nefndinni. Í
hópi fórnarlambanna voru líka menn sem voru í kommúnistaflokknum
þegar yfirheyrslurnar byrjuðu; þeir sem höfðu gengið úr flokknum en
þekktu fólk sem var í honum; fyrrverandi félagar sem höfðu verið í flokkn-
um stuttan tíma en gengið snemma úr honum af ýmsum ástæðum, s.s.
vegna andúðar við griðasáttmála Rússlands og Þýskalands, eða höfnunar á
flokksaganum. Í þessum hópum voru líka einstaklingar sem voru reiðu-
búnir að tala við spyrjendur um sjálfa sig en neituðu að blanda öðrum í
málin með því að „nefna nöfn“. Að lokum má nefna prófessora sem aldrei
voru í flokknum en neituðu af prinsipástæðum að sverja þá trúnaðareiða
sem viðkomandi fylki eða háskóli fóru fram á.
Ellen Schrecker komst í sérlega greinargóðri frásögn sinni af norna-
veiðunum að þessari niðurstöðu:
Frá Harvard til Hollywood fylgdi ferlið sömu braut: Í upphafi ein-
kenndust viðhorfin af umburðarlyndi í garð andófsmanna og hiki
við að þrengja að borgaralegum frelsisréttindum fólks en snerist svo
upp í þá sannfæringu að kommúnistar væru undantekningarlaust
svo hættulegir að réttindi þeirra yrði að bera fyrir borð. Í því nær
öllum tilfellum var kommúnismi upprættur úr opinberum og einka-
reknum stofnunum þjóðarinnar í tveimur skrefum. Fyrst var niður-
rifsstarfsemin tilgreind, venjulega af opinberri stofnun eins og
Óamer ísku nefndinni eða Alríkislögreglunni. Þá fylgdi refsing,
venjulega í formi efnahagslegra refsiaðgerða.33
útvarps-, sjónvarps-, kvikmynda- og leikhúsverkefnum áður en þeir samþykktu
stuðning. ýtarlega umfjöllun um Hollywoodviðbrögðin við McCarthy ism anum má
sjá hjá Victor S. Navasky, Naming Names (New York: Viking Press, 1983).
33 Ellen Schrecker, „Political Tests for Professors: Academic Freedom During the