Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 195
195
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
Kannski var mikilvægasta dæmið um rannsókn á óamerískri starfsemi sú
sem Washington háskóli lét gera því hún varð fyrirmynd þess hvernig
háskólar tóku á ákærum um kommúnisma á hendur prófessorum frá utan-
aðkomandi rannsakendum, hvort sem þar voru á ferðinni ríkisskipaðar
nefndir eða Alríkislögreglan. Þar hófst það ferli að skilgreina kommúnism-
ann sem ósamrýmanlegan akademískum gildum og í framhaldi af því að
útiloka kommúnista í viðkomandi háskóladeild frá þeirri vernd sem aka-
demískt frelsi veitti og frá þátttöku í háskólalífinu. Í raun og veru leiddi
það af sér klifun þar sem skilgreiningin á akademísku frelsi útilokaði
kommúnista þar sem þeir væru „undirgefnir flokksaga“ og væru vegna
aðildar sinnar að flokknum „þrælar óhagganlegra kennisetninga“. Þetta
var álit Raymonds B. Allen, rektors Washington háskóla, sem hélt því fram
að kommúnisti í háskólakennslu hefði „afsalað sér yfirstjórn á vitsmunalífi
sínu“.34 Aðferðin í Washington háskóla varð að fyrirmynd þess hvernig
háskólaráð og aðrir stjórnendur gætu unnið saman að því að hreinsa kerfið
af kommúnisma.
„Canwellnefndin“ (Sameinaða löggjafarnefndin um leit að óamerískri
starfsemi) undir formennsku hins sanntrúaða andkommúnista Alberts
Canwell, repúblikana frá Washington, rannsakaði kennaraliðið við Was-
hington háskóla árið 1948, en skólinn var að hans áliti gróðrarstía komm-
únistastarfsemi. Canwell kallaði fyrir ellefu kennara við háskólann og
hlustaði á ýmiss konar vitnisburð „fagaðila, uppljóstrara á staðnum og
meintra kommúnista.“35 Að því loknu skipaði háskólinn sína eigin nefnd
til að rannsaka sex fastráðna kennara sem annaðhvort höfðu neitað að bera
vitni fyrir Canwellnefndinni eða neitað að nefna nöfn. Nefndarmenn
trúðu því að aðild að kommúnistaflokknum væri nægileg ástæða fyrir
brottrekstri en þau mál sem um var fjallað fólu í sér meira en það að hlut-
aðeigendur væru með gild flokksskírteini. Háskólakennararnir voru oft
flæktir í tilraunir til að bola kollegum sínum frá kennslu við háskólann.
Rektor háskólans, Raymond B. Allen, gerði sér grein fyrir því að þessi
rannsókn mundi vekja gríðarlega athygli um öll Bandaríkin og verða fyr-
McCarthy Years“, fyrirlestur í tilefni þess að fimmtíu ár voru liðin frá yfirheyrsl-
unum. Samdrykkja um hollustueið Kaliforníu, Kaliforníuháskóla. Sjá http://sun-
site.Berkeley.edu/uchistory/archives_exhibits/loyaltyoaths/symposium/schrecker.
html/.
34 Tilvitnunin er úr bók Ellenar Schrecker, No Ivory Tower, en þar er að finna frekari
umfjöllun um þetta mál.
35 Sama rit.