Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 196
196
JONATHAN COLE
irmynd annarra rannsókna. Árið 1949 sendi hann skýrslu háskólanefndar-
innar ásamt athugasemdum sínum til alríkisstjórnarinnar. Hann lagði til
að þrír af þeim sem höfðu verið ákærðir yrðu reknir, einkum fyrir að hafa
sagt ósatt um fortíð sína og núverandi félagatengsl. Það var athyglisvert að
rektorinn byggði mál háskólans hvorki á raunverulegum verkum háskóla-
kennaranna né því efni sem þeir voru að kenna. Háskólaráðið hefði helst
viljað losa sig við alla sex sem ákærðir voru og var því reiðubúið að styðja
tillögu Allens rektors og reka þá þrjá fastráðnu háskólakennara sem hann
nefndi.
Þjóðmálaumræðan um æðri menntun í Bandaríkjunum á þessum tíma
snerist aðallega um brottvísun kommúnista og vinstri sinnaðra háskóla-
kennara. Flestir voru heilshugar þeirrar skoðunar að nóg væri að hafa
gengið í flokkinn til þess að vera útilokaður frá háskólakennslu. Fyrir utan
Allen, sem varð þjóðþekktur í menntageiranum eftir að mál Washington
háskólans var til lykta leitt, studdu frægir menntamenn eins og Sidney
Hook og Arthur O. Lovejoy brottrekstur prófessora sem voru kommúnist-
ar. Þeir héldu því fram að það væri til þess gert að vernda akademískt frelsi.
Hook, sem var deildarforseti í heimspekideild New York háskóla, hafði
fyrr á árum átt í vinsamlegu sambandi við vinstri hreyfinguna en því var
lokið. Hann og fleiri héldu því fram að ef háskólarnir gætu ekki stýrt sér
sjálfir yrði hefðbundið sjálfstæði þeirra í því að ákveða forsendur fyrir
ráðningum og stöðuhækkunum takmarkað af utanaðkomandi stjórnend-
um. Lovejoy, sem hafði kennt heimspeki við John Hopkins háskóla og var
einn stofnenda Ameríkusambands háskólakennara, hélt því fram að
kommúnisminn væri í sjálfu sér ógnun við akademískt frelsi og þess vegna
væri baráttan gegn því að hann breiddist út í háskólunum réttlætanleg:
Félagi í kommúnistaflokki er […] skuldbundinn hreyfingu sem
þegar hefur kæft akademískt frelsi í mörgum löndum og mundi, ef
hún næði að hreiðra um sig hér, afnema slíkt frelsi í bandarískum
háskólum. […] Þessvegna getur enginn sem vill halda uppi akadem-
ísku frelsi í Bandaríkjunum verið sjálfum sér samkvæmur og haldið
fast í fylgi við slíka hreyfingu eða veitt henni óbeinan stuðning.
Hann getur á engan hátt sætt sig við að þeir einstaklingar séu full-
gildir kennarar við háskóla, sem af frjálsum og fúsum vilja hafa
tengst samtökum sem hafa það að markmiði að afnema akademískt
frelsi.36
36 Sama verk, bls. 106.