Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 198
198
JONATHAN COLE
hann geti ekki verið hlutlægur. Ef hann getur ekki verið hlutlægur er hann
samkvæmt skilgreiningu útilokaður frá því að vera fræðari.“38
Yale fylgdi á eftir. „Það verða engar nornaveiðar í Yale vegna þess að þar
verða engar nornir. Við höfum ekki hugsað okkur að ráða kommúnista,“
sagði Charles Seymour rektor. Eftirmaður Seymours í rektorsembætti, A.
Whitney Griswold, reis öndverður gegn ráðningu fyrrverandi kom múnista
að Yale háskóla og í mars 1953 var hann aðalhöfundur afstöðu skýrslu sem
var einróma samþykkt og undirrituð af 37 rektorum fremstu rannsóknahá-
skóla þjóðarinnar sem allir voru félagar í Samtökum bandarískra háskóla
(AAU). Þar var því lýst yfir „að helsta ógnunin við akademískt frelsi væri
,heimskommúnisminn‘; samkvæmt því væru kennarar sem tengdust þeirri
hreyfingu háðir hugsanahelsi og sviksemi og það gerði þá ófæra um að
stunda kennslu. Háskólar og æðri menntastofnanir ættu að stuðla að
opinberum rannsóknum en ekki vinna gegn þeim.“39
Yfirheyrslur Óamerísku nefndarinnar í febrúar 1953 beindust einkum
að háskólaprófessorum. Við þessar yfirheyrslur gerðist það að Daniel
Boorstin, prófessor við Chicago háskóla, sem seinna varð bókavörður
Bandaríkjaþings, sagði nefndinni að hann hefði verið félagi í kommúnista-
flokknum en gengið úr honum og að hann héldi að „félagi í kommúnista-
flokknum ætti ekki að vera starfsmaður háskóla. „Ég mundi ekki ráða
slíkan mann ef ég væri háskólarektor,“ bætti hann við.40
James B. Conant er lýsandi dæmi um „afskræmt frjálslyndi“ og tví-
skinnung tímabilsins. Conant hafði gert meira en nokkur rektor Harvard
háskóla á undan honum til að opna háskólann fyrir gáfuðum ungmennum
sem ekkert endilega voru af fínum ættum. Eitt sinn sagði hann: „Það eru
engir þekktir áhangendur kommúnistaflokksins í starfsliði okkar (í
Harvard) og ég trúi ekki heldur að hér séu kommúnistar í dulargervi. En
jafnvel þótt svo væri hlyti sú skaðsemd við anda háskólasamfélagsins sem
leiddi af yfirheyrslum til þess ætluðum að finna kommúnista í felum að
verða miklu meiri en nokkurt hugsanlegt mein sem slík persóna gæti
gert.“41 Þrátt fyrir þessa opinberu gagnrýni á lýðskrum McCarthys, má
38 Schrecker, No Ivory Tower, bls. 110.
39 Diamond, Compromised Campus, bls. 221–222.
40 Vitnað til í Eric Bentley, ritstj., Thirty Years of Treason: Excerpts From Hearing Before
the House Committee on UnAmerican activities 1938–1968 (New York: Viking
Press, 1971), bls. 611.
41 Robert M. MacIver, Academic Freedom in Our Time (New York: Columbia
University Press, 1955), bls. 149.