Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 200
200
JONATHAN COLE
Aðrir við Harvard háskóla þurftu að gangast undir svipaðar yfirheyrslur.
Þeirra á meðal voru félagsfræðingarnir Robert Bellah og Talcott Parsons.
Fjöldi vísinda- og fræðimanna var rekinn úr störfum sínum eða lentu í
miklum erfiðleikum við að flytjast úr einu starfi í annað. Í þessum efnum
er saga næstum allra fremstu háskóla tímabilsins döpur. Þeir tóku þátt í að
neita fyrrum flokksfélögum um ráðningu eða ráku þá. Margir iðruðust
þessa þegar litið var til baka.
Yfirheyrslurnar og árásirnar á leiðtoga Manhattanáætlunarinnar, eðlis-
fræðinginn J. Robert Oppenheimer, eru tiltölulega vel þekktar. Færri vita
um meðferðina á Linus Pauling, sem James D. Watson lýsti í Tvöföldu
skrúflínunni (The Double Helix) sem fremsta efnafræðingi heims. Árið 1953,
þegar Watson og Crick unnu kapphlaupið um að uppgötva samsetningu
DNA, var McCarthyisminn í blóma og pólitískar árásir á prófessora í
Bandaríkjunum í hámarki. Á meðan Watson og Crick störfuðu á Englandi
var helsti keppinautur þeirra Linus Pauling að slást við rannsóknardómara
Alríkislögreglunnar og þá sem vildu bola honum burt frá Caltech.
Auk vísindastarfa sinna, sem Linus Pauling hafði fengið Nóbelsverðlaun
fyrir, var hann eftir heimsstyrjöldina síðari eins og margir aðrir frægir vís-
indamenn þátttakandi í viðleitni til að koma á alþjóðlegum samningum
um að banna notkun og tilraunir með kjarnorkuvopn. Hann trúði því líka
að deilur þjóða ætti að leysa með alþjóðalögum frekar en „hinni siðlausu
aðferð að heyja stríð sem kjarnorkuvopnin gerðu ennþá villimannlegri“,
eins og hann komst að orði í viðtali. Pauling gerði grein fyrir reynslu sinni
í stuttu máli í öðru viðtali: „McCarthytímabilið rann upp og margir aðrir
vísindamenn á sama sviði gáfust upp.“ Pauling viðurkenndi að „þetta hafi
verið erfitt tímabil“ fyrir hann. Tekið var fyrir stuðning í formi styrkja frá
Vísindasjóði Bandaríkjanna og Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Utan-
ríkisráðuneytið neitaði honum um vegabréf í tvö ár og meinaði honum
þannig að sækja ráðstefnur og sérstaklega þá sem haldin var um verk hans
í Konunglega vísindafélaginu í London. Það varð líka ljóst að hann yrði
látinn víkja úr Caltech.
Frægasti vísindamaður vorra tíma, Albert Einstein, hafði þungar áhyggj-
gefi Alríkislögreglunni ýtarlega og tæmandi skýrslu um starf sitt í kommúnista-
flokknum og tilgreini alla einstaklinga sem þeir vita til að hafi verið þátttakendur í
starfsemi kommúnistaflokksins og tengdra samtaka.“ (Sigmund Diamond,
Compromised Campus, bls. 292). Diamond vísar til skjals Alríkislögreglunnar, júlí
1954, SAC [Special Agent in Charge] Boston til forstjórans.