Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 201
201
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
ur af þeim ótta sem Óameríska nefndin skapaði. Í bréfi sem birt var í New
York Times 12. júní 1953 skrifaði hann:
Vandamálið sem menntamenn þessa lands standa frammi fyrir er
mjög alvarlegt. Afturhaldssömum stjórnmálamönnum hefur tekist
að læða inn hjá almenningi tortryggni á allt sem menntamenn
aðhafast með því að láta í veðri vaka að utanaðkomandi hætta sé
yfirvofandi. Þeim hefur til þessa tekist það og stefna nú að því að
kæfa frelsi til að kenna og svipta stöðu sinni alla þá sem beygja sig
ekki undir þetta, þeir ætla að svelta þá út […] Hver einasti mennta-
maður sem kallaður er fyrir einhverja af þessum nefndum ætti að
neita að bera vitni. Hann verður að búa sig undir að fara í fangelsi
og undir fjárhagslegt hrun, í stuttu máli verður hann að fórna vel-
ferð sinni í þágu menningarlegrar velferðar í landinu.47
Þótt þeir væru grátlega fáir, vörðu samt nokkrir framúrskarandi leiðtogar
borgaralegt frelsi í háskólum og utan þeirra af ástríðu og orðsins list. Þeir
risu opinberlega gegn McCarthy og öðrum í ríkiskerfinu sem stýrðu
krossferðinni gegn „niðurrifsstarfsemi“ í háskólunum. Árið 1950 var sér-
fræðingur í málefnum Kína við Johns Hopkins háskólann, Owen Lattimore,
að tilefnislausu sakaður af Joe McCarthy um að vera helsti njósnari
Sovétríkjanna í Bandaríkjunum. Höfðað var mál á hendur honum af lands-
rétti og honum gefið að sök að hafa logið frammi fyrir McCarrannefndinni.
Þá stóðst rektor Johns Hopkins háskóla, Detlev Bronk, yfirgengilegan
þrýsting frá McCarthy um að reka Lattimore. Meðal athyglisverðustu
háskólakennaranna sem börðust gegn McCarthyisma var frjálshyggjumað-
urinn Zechariah Chafee, Jr., við Lagaskóla Harvard.48 Jafnframt fylgdi
47 Bentley, Thirty Years of Treason, bls. 568.
48 Sjá Zechariah Chafee, Jr., Free Speech in the United States (Cambridge: Harvard
University Press, 1941), bls. 564–565. Chafee skrifaði í formála bókar Alans Barth
Loyalty of Free Men (New York. Viking Press, 1951), bls. xxxii. „Að baki fjölda
frumvarpa Bandaríkjaþings á síðasta ári, gegn undirróðursstarfsemi, að baki holl-
ustueiða og skyldubundinna fánahyllinga býr löngun til að gera okkur þegnana
hliðholla ríkisstjórninni. Hollusta er fögur hugmynd en það er ekki hægt að búa
hana til með þvingunum og valdbeitingu.“ Á öðrum stað segir Chafee: „Það er
tími til kominn að stöðva þessar stöðugu rannsóknir á ættjarðarást prófessora og
kennara. Við kennarar gegnum erfiðu starfi og kannski náum við ekkert mjög
góðum árangri en það er alveg víst að það gengur verr þegar fólk á villigötum er
stöðugt að rífa okkur upp með rótum til að gá að því hvort við vöxum beint eða
erum kræklótt. Dauðhreinsað hugarfar fyrirfinnst í skólum á öllum stigum og