Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 202
202
JONATHAN COLE
hópur frægra félagsvísindamanna félagsfræðingnum Robert MacIver að
málum í viðleitni hans til að skilgreina og verja meginstoðir akademísks
frelsis með því að benda á fórnarkostnaðinn við að skerða það.49
Niðurstöður hópsins voru í átta liðum. Ein rökin voru þau að þótt komm-
únistaflokkurinn væri skuldbundinn af aga sem væri skaðlegur akademísku
frelsi „ætti enginn hæfur fræðari að sæta brottrekstri eða refsingu [vegna
þess að] meirihlutinn væri andvígur skoðunum hans.“50
Ef einn einstaklingur ætti að fá heiðursviðurkenningu sem sérstakur
baráttumaður fyrir akademísku frelsi fyrir og í kalda stríðinu er það Robert
M. Hutchins, rektor og seinna heiðursrektor Chicago háskóla.51 Enginn
maður varði háskóla skörulegar og enginn setti í skýrara lýðfræðslusam-
hengi hlutverk háskóla í Bandaríkjunum. Hutchins skildi spennuna milli
þjóðaröryggis og borgaralegs frelsis og hvernig krossferð gegn málfrelsi
og hugmyndatengslum í sérstöku samhengi mundi hefta og eyðileggja
uppbyggingu háskóla.
Drjúgan hluta af starfstíma Hutchins sættu kennarar og nemendur við
Chicago háskóla árásum fyrir pólitísk sjónarmið sín og tengsl. Frá 1931 til
1949 skilgreindu „rauðliðaveiðarar“ skólann reglulega sem „aðsetur nið-
urrifsafla“ og Landssamband iðnrekenda vísaði til Hutchins sem „stofu-
komma“. Hutchins beitti sér óhræddur gegn öldungadeildarþingmönnum
sömuleiðis góð kennsla, en ekki hvorttveggja á sama stað.“ Sjá Zecharias Chafee,
Jr., Free Speech in the United States) (Cambridge: Harvard University Press, 1941),
bls. xxxii.
49 Sjá Robert M. MacIntyre, Academic Freedom in Our Time (New York: Columbia
University Press, 1955). Þessi rannsókn MacIvers átti sér skrýtna sögu. Ráðin var
framkvæmdanefnd og hópur ráðgjafa, þar á meðal frægir háskólamenn, til dæmis
margir rektorar fremstu háskóla Bandaríkjanna. A. Whitney Griswold, rektor Yale
háskóla, var upphaflega í hópi ráðgjafanna en hætti vegna annríkis. En séu niður-
stöður MacIvers bornar saman við yfirlýsingu Samtaka háskólakennara sem Gris-
wold rektor skrifaði geta viðhorfin ekki verið ólíkari. Diamond fjallar um sögu
Columbia áætlunarinnar í Compromised Campus.
50 Hér leggst jafnvel MacIver-nefndin gegn ráðningu félaga í kommúnistaflokknum:
„Akademískt vanhæfi félaga í kommúnistaflokknum er svo alvarlegt að ekkert
óréttlæti er framið með því að útiloka þá frá tilnefningu og ráðningu“ (Robert
MacIver, Academic Freedom in Our Time [New York: Guardian Press, 1967], bls.
192).
51 Ég hef lengi vitað um glæstan feril Roberts Hutchins sem rektors og heiðursrekt-
ors Chicago háskóla og hvernig hann gerði skólann að einum besta rannsóknahá-
skóla landsins, en ég vissi ekki um vitnisburð hans fyrir Broyles-nefndinni né aðrar
varnaraðgerðir fyrir akademísku frelsi fyrr en ég las Perilous Time eftir Stone. Ég er
Stone þakklátur fyrir umfjöllunina og fyrir að útvega mér textann hér sem einnig
er birtur í bók hans.