Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 203
203
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
Illinois og hópum á borð við Amerísku heiðursfylkinguna, að ekki sé talað
um háværar áhyggjuraddir fólks í hans eigin kennaraliði og nemendasam-
bandi skólans. Hann varði af einurð þá hugmynd að ætlunarverk háskóla
væri að vega og meta gildi stríðandi hugmynda. Uppgjör af því tagi gæti
einungis átt sér stað í opnu, frjálsu og umburðarlyndu umhverfi þar sem
ekki þyrfti að óttast pólitískar refsiaðgerðir.
Eitt af mörgum dæmum um sjónarmið Hutchins var vitnisburður hans
árið 1949 gegn „Broyles löggjöfinni“ í Illinois, en þau veittu nefndarfor-
manninum Paul Broyle, sem rannsakaði niðurrifsstarfsemi í ríkinu, alræmd-
ar heimildir. Lögin kváðu svo á að manneskja sem væri félagi í kommúnista-
flokknum kæmi ekki til greina í nokkra opinbera stöðu í Illinois né í nokkra
stöðu „sem kennari, leiðbeinandi eða prófessor í nokkrum skóla, framhalds-
skóla eða háskóla.“ Eftir að stúdentar höfðu farið í kröfugöngu til höfuð-
borgar fylkisins til þess að mótmæla þessum lögum var Hutchins rektor
fyrsta vitni fylkisnefndarinnar árið 1949 og talaði þar skörulega fyrir
umburðarlyndi.52 Ummæli hans bera vitni því hugrekki sem allir akadem-
ískir leiðtogar ættu að hafa til að bera:
Þessir stúdentar notuðu rétt sinn sem bandarískir ríkisborgarar til
að mótmæla þeirri lagasetningu sem er yfirvofandi og er þeim
ógeðfelld. Þeir hafa fulla ástæðu til að hafa illan bifur á þessum yfir-
vofandi lögum. Broyleslögin […] eru að mínu áliti í andstöðu við
stjórnarskrána og er ég fyrrum prófessor í lögum. Og það sem verra
er, þau eru óamerísk […] Það er nú í tísku að kalla alla sem við erum
ósammála kommúnista eða „samferðamenn“[…] Sá sem gagnrýnir
utanríkisstefnu Bandaríkjanna eða herkvaðningu […] eða telur að
hernaðarkostnaður okkar sé of mikill gæti verið kallaður „sam-
ferðamaður“ því að Rússar eru á sömu skoðun. Sá sem álítur að
fátækrahverfi séu of mörg og of mikið um morð í Bandaríkjunum
gæti verið kallaður „samferðamaður“ því að Rússar segja það líka. Sá
sem er á móti kynþáttamisrétti eða Ku Klux Klan gæti verið talinn
„samferðamaður“ af því að Rússar halda því fram að það eigi að
52 ýtarlegri umræðu um yfirspennt viðbrögð við ótta í kalda stríðinu í samhengi við
þá viðleitni að ná jafnvægi milli þjóðaröryggis annars vegar og borgararéttinda
hins vegar, einnig um þróun viðhorfa til fyrstu stjórnarskrárbreytingarinnar, sjá
Stone, Perilous Time, 5. kafli. Yfirlýsingu Hutchins er að finna í „The Great In -
vestigation“ sem gefin var út af Háskólanefndinni gegn Broyles lögunum og
Broyles yfirheyrslunum, Chicago háskóli, 1949, bls. 2–4.