Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 204
204
JONATHAN COLE
vinna gegn þeim. Hver sá sem vill breytingar af einhverju tagi í
þessu landi getur verið talinn „samferðamaður“ því að Rússar vilja
líka breytingar í þessu landi […]
Allt menntakerfið […] endurspeglar trú Bandaríkjamanna á að
hugsun og umræða sé leiðin til friðsamlegra breytinga og umbóta.
Stofnunum okkar stafar ekki hætta af þeim örsmáu minnihlutahóp-
um sem trúa ekki á þær, heldur af þeim sem ranglega vilja kæfa hinn
frjálsa anda sem þessar stofnanir byggja á […]
Sú stefna að kæfa hugmyndir virkar ekki og hefur aldrei virkað.
Hinn kosturinn er hinn langi og erfiði vegur menntunar. Þeirri
stefnu eru Bandaríkjamenn skuldbundnir. Hún útheimtir þá trú að
þegar borgari skilur allar tegundir stjórnarfars vilji hann helst lifa
við lýðræði og að hann verði betri þjóðfélagsþegn ef reynt er að
sannfæra hann fremur en að þvinga. Háskólinn […] heldur því fram
að menntunarstefna sé betri en þvingunarstefna.53
Eftir vitnisburð Hutchins og nokkurra annarra hrundu yfirheyrslur
Broyles nefndarinnar. Broyles frumvörpin voru felld á fylkisþinginu og
starfsmenn fylkisins og háskóla þess þurftu ekki að sæta pólitískum yfir-
heyrslum vegna starfsumsókna. Hugrekki Hutchins var rómað víða af
þeim sem vildu verja akademískt frelsi og borgaralegt frjálsræði. Vissulega
vekja þessar kröftugu gagnárásir á „rauðliðaveiðara“ upp spurningar hjá
fræðimönnum kaldastríðsáranna um hvort tjónið sem McCarthyisminn
olli hefði hugsanlega orðið minna hefðu fleiri akademískir leiðtogar haft
hugrekki til að verja hugmyndir háskólans.54
Múgæsingin vegna kommúnisma hafði sín áhrif á siðgæði og ákvarð-
anatöku háskólamanna, ekki síst vegna þess öryggisleysis sem stefna há-
skól anna skapaði. Stundum var erfitt að leggja mat á áhrifin af McCarthy-
ismanum á háskólasamfélagið vegna þess að ekki var mikið um empírískar
53 Sama rit.
54 Sjá bók Schreckers, No Ivory Tower, bls. 112. Alan Barth sagði: „Þegar starfsmenn
háskóla veita pólitískri ágengni andspyrnu af hugrekki og staðfestu, eins og
Hutchins rektor, tekst þeim að vernda akademískt frelsi í Bandaríkjunum“ (Loyalty
of Free Men [New York: Pocket Books, 1952], bls. 237). Það er auðvitað erfitt að
leggja mat á heildarafleiðingar kalda stríðsins fyrir bandaríska háskóla þar sem við
getum aðeins velt fyrir okkur hvað hefði verið ólíkt hefðu McCarthyisminn og
hreinsanirnar í háskólunum ekki komið til. Slíkar vangaveltur er að finna í sumum
þeim verkum sem til hefur verið vitnað hér að framan, einkum í bókum Ellen
Schrecker og í lokakafla bókar Sigmunds Diamond, Compromised Campus.