Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 205
205
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
rannsóknir til að mæla það. Ein rannsókn, Akademískt hugarfar, eftir
Lazarsfeld og félaga hans Wagner Thielens Jr., byggir á svörum úr næst-
um 2.500 viðtölum við félagsvísindamenn úr 165 bandarískum há skólum
og framhaldsskólum við spurningum sem snerust um McCarthyisma og
kvíða háskólasamfélagsins.55 Margir háskólamenn hafa í raun alltaf stutt
viðleitni til að útiloka kommúnista frá háskólunum. En ýmsir voru líka
andvígir því og í þeirra augum var þetta tímabil kvíða. Óttinn gegnsýrði
flest háskólasamfélög.
Eins og við var að búast voru áhyggjurnar aldurstengdar. Yngri
háskólamenn sem ekki höfðu fengið fastar stöður voru kvíðnari en eldra
samstarfsfólk þeirra. Lazarsfeld og Thielens komust að því að 25 prósent
af félagsvísindamönnunum höfðu beitt einhverskonar sjálfsritskoðun ann-
aðhvort á opinberum vettvangi eða í einkalífi. Háskólakennarar urðu var-
færnari í því sem þeir sögðu og gerðu. Þegar til dæmis 80 prósent sögðust
mundu styðja boð til Owens Lattimore um að koma og tala í skólum þeirra
sögðust einungis 40 prósent ætla að „mótmæla kröftuglega“ ef rektor
háskólans leggði bann við því. Yfirleitt fannst prófessorunum þeir öruggari
innan háskólans en utan. Óttinn í háskólunum stafaði að hluta til af hárrétt-
um skilningi á vægðarleysinu sem ríkti almennt í garð kommúnista.
Samuel Stouffer félagsfræðingur við Harvard háskólann lagði sömu
spurningar fyrir næstum 5000 manna úrtak bandarísku þjóðarinnar og
niðurstöður þeirrar könnunar eru forvitnilegar í samanburði við rann-
sóknir Lazarsfeld á kennurunum.56 89 prósent almennings álitu að „há-
skólakennara sem gengst við því að vera kommúnisti ætti að reka úr starfi“
samanborið við 45 prósent þjóðfélagsfræðinga. Jafnframt álitu 22 prósent
almennings samanborið við 4 prósent þjóðfélagsfræðinga að „ef hollusta
háskólakennara væri dregin í efa ætti að reka hann.“57 Sú staðreynd að fólk
hafði verið rekið úr starfi var nógu erfið. Brottreksturinn þaggaði niður
mótmælaraddir, refsaði fólki fyrir pólitískar skoðanir þess og skaðaði að
ósekju. En það sem þessar staðreyndir gefa til kynna er að þar með sé ekki
öll sagan sögð. Eins og Robert Hutchins benti á af svo mikilli glögg-
skyggni: „Spurningin er ekki hversu margir prófessorar hafi verið reknir
55 Paul F. Lazarsfeld og Wagner Thielens, Jr., The Academic Mind: Social Scientists in
a Time of Crisis (New York: Free Press, 1955).
56 Samuel A. Stouffer, Communism, Conformity and Civil Liberties (Gloucester, Mass.:
Peter Smith 1963). Upplýsingunum var safnað fyrir athugunina 1954.
57 Sama rit, bls. 431.