Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 207
207
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
um sem gerðar voru þegar barist var gegn Rauðu hættunni og sumar ólíkar
en samt geta niðurstöður Rauðu hættunnar verið notadrjúgar til að skil-
greina áhrif Bushtímabilsins á háskólana.
Viðbrögð háskólamanna við þeim ráðum sem til var gripið eftir 2001
minna um margt á það sem gerðist á sjötta áratug tuttugustu aldar. Þegar
Rauða hættan var á döfinni létu fáir háskólamenn á sér bera með því að
segja skoðanir sínar afdráttarlaust. Hið sama gerðist á Bushtímabilinu. Í
stríðinu gegn hermdarverkamönnunum báru fáar skýrar og staðfastar
raddir fram réttar spurningar um þær ráðstafanir sem stjórnin hefði gert í
nafni þjóðaröryggis og þau raunverulegu og hugsanlegu áhrif sem þær
hefðu á háskólana. Óttinn við stjórnmálavaldið, við það að verða stimpl-
aður sem „hallur undir hryðjuverk“, virðist eins sterkt afl í dag og óttinn
við að verða stimplaður sem „hallur undir kommúnisma“ á McCarthy-
tímanum. Hvar ertu, Robert Hutchins?
Árásir á akademískt frelsi eftir 11. september 2001
Í augum margra háskólastjórnenda, háskólakennara og annarra áhorfenda
virtust nýjustu árásirnar á akademískt frelsi bæði flóknari og víðtækari en
þær sem einkenndu McCarthy-tímabilið. Þessa hugmynd mátti að ein-
hverju leyti rekja til þess að margar lykilhugmyndir um háskóla og hlut-
verk þeirra voru á undanhaldi. Svo komu andstæðingarnir úr svo ólíkum
áttum. Sumir voru úr ýmiss konar stuðningshópum, aðrir úr hópi prófess-
ora, gefenda eða stjórnenda sjóða og þingnefnda. Allir beittu þeir þrýstingi
í því skyni að þvinga háskólana til að rýra viðmið sín og gildi. Sú var ekki
raunin að allt þetta hyrfi þegar Bushstjórnin fór frá. Íhaldsmenn lengst til
hægri eru enn að skrifa um böl háskólanna og tala hástöfum um það í
útvarpi og á öðrum vettvangi. En þessi gagnrýni kom ekki bara frá íhalds-
mönnum eins og við eigum eftir að sjá. Gagnrýnin á háskólana byrjaði
heldur ekki 2001. Árásir á frjálsar rannsóknir hafa einkennt menningar-
stríðin áratugum saman. Þeir hópar sem beita þessari aðferð reyna að hafa
áhrif á einstaklinga í ríkisstjórnum, fá fyrrverandi nemendur og félög stúd-
enta til fylgis við sig, allt með það að markmiði að vekja almenna hneyksl-
un, svo að þrýsta megi á háskólana til að hverfa frá grundvallarafstöðu
sinni. En það var ekki síst á Bushtímabilinu sem rödd þessara hópa varð
öflug í Hvíta húsinu og fylgismönnum fjölgaði jafnt og þétt, einkum vegna
árásanna 11. september 2001 þegar hræðslan við hryðjuverk kom upp á
yfirborðið.