Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 208
208
JONATHAN COLE
Í október 2007 birti Sérnefndin til varnar háskólunum yfirlýsingu sem
ég aðstoðaði við að semja. Þar voru afleiðingar þessara aðgerða útskýrðar:
Á síðustu árum hafa háskólar um allt land verið skotmark ýmissa
utanaðkomandi hópa sem reynt hafa að stýra því hvað kennt er og
hverjir fái að kenna. Til að ná fram þessum pólitísku ætlunarverkum
sínum hafa hóparnir rægt fræðimenn, beitt stjórnendur þrýstingi og
reynt að sniðganga eða grafa undan akademískum stjórnunarhátt-
um. Afleiðingarnar eru þær að háskólamenn fá ekki störf og eru ekki
fastráðnir og fræðimönnum er meinað að koma fram og skiptast á
skoðunum opinberlega. Þetta brýtur í bága við mikilvæga megin-
reglu í fræðimennsku: hugmyndafræðilegir og pólitískir mælikvarð-
ar eru lagðir á frjáls skoðanaskipti. Þessar árásir ógna akademísku
frelsi og helgasta hlutverki æðri menntunar í lýðræðisþjóðfélagi.59
Allt frá tímum heimsstyrjaldarinnar fyrri hafa árásirnar á rannsóknarfrelsi
og akademískt frelsi augljóslega næstum alltaf beinst gegn þeim sem í
háskólunum stríða gegn ráðandi trú, en helstu skotmörkin eru þó mis-
munandi hverju sinni. Að sumu leyti hafa árásirnar á akademískt frelsi
þróast eins og banvænar veirur, þær hafa stökkbreyst með tímanum og
tekið á sig nýjar myndir sem hafa að minnsta kosti tímabundið orðið
ónæmar gagnvart varnaraðgerðum. Sem dæmi má nefna að á árunum milli
2001 og 2008 létu stjórnvöld sjálfstæðum hópum alfarið eftir allar árásir á
tjáningarfrelsið. Sjálf beittu þau sér einkum fyrir takmörkunum á rann-
sóknum háskólanna, en um það verður fjallað nánar í kafla 12.
Fyrir utan rannsóknahömlur hefur nýjasta árásin falið í sér tilraunir til að
takmarka frelsi háskólakennara og stjórnenda þegar kemur að því: að tjá
sjónarmið sín í skólastofunni og utan hennar; að þróa námslýsingar án utan-
aðkomandi íhlutunar; að bjóða umdeildum fyrirlesurum í háskólana; að ögra
eða koma úr jafnvægi einstaklingum með aðrar lífsskoðanir; að gagnrýna
stefnu Bandaríkjanna og annarra landa; að stýra rannsóknum á sviðum sem
eru áhugaverð fyrir háskólasamfélagið og akademískar hegðunarreglur.
59 Þetta var hluti yfirlýsingar sem samin var af Joan W. Scott, prófessor í félagsvís-
indum við Stofnun æðri menntunar í Princeton, New Jersey og fyrrum formanni
prófessoranefndar Samtaka háskólakennara um akademískt frelsi; Jeremy Adelman,
deildarforseta í sagnfræði við Princeton háskóla; Steve Caton, stjórnanda
Rannsóknarstofnunar í Mið-Austurlandafræðum við Harvard háskóla; Edmund
Burke III, stjórnanda Rannsóknarstofnunar í sagnfræði við Kaliforníuháskóla í
Santa Cruz og mér í október 2007.