Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 211
211
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
verkum hans. Kennsluferill hans var leiftrandi að minnsta kosti hvað varð-
aði mat stúdenta í námskeiðum hans. En jafnvel þótt fólk haldi störfum
sínum taka þessar árásir sinn toll. Eins og Massad útskýrði á vefsíðu sinni
2005: „Herferðin gegn mér hefur verið í gangi á fjórða ár og ég ætla vegna
álags af þvingunum og hótunum ekki að kenna námskeiðið mitt [Pólitík og
þjóðfélag í Palestínu og Ísrael] í ár.“61 Þrátt fyrir öll afrek Massads er hald-
ið áfram að rægja hann og níða í fjölmiðlum en aldrei er minnst á mat koll-
ega á verkum hans og ekki er minnst á hvað þau hafi að geyma. Hann og
aðrir í deild Menningar og tungumála Austurlanda nær hafa mátt sæta ill-
kvittnum árásum sem beinast einungis að sjónarmiðum þeirra í málum
Austurlanda nær. Joel Mowbray, fastur greinahöfundur í Washington Post,
gerði í nóvember 2007 tilefnislausa árás á Massad í pistli sem hann kallaði
„Engin fastráðning fyrir hatur“.
Á sama tíma varð lausráðinn fornleifafræðingur við Barnard háskóla,
Nadia Abu El-Haj, Palestínuarabi, fyrir óvæginni árás í fjölmiðlum fyrir
að verja verk Edwards Said og fyrir sín eigin verk um fornleifarannsóknir í
Austurlöndum nær sem voru tekin sem gagnrýni á ísraelska sögusýn. Paula
R. Stern sem hafði lagt stund á nám við Barnard háskóla, kom með fyrstu
ásökunina sem var gripin algjörlega úr lausu lofti. Þá bættist fjöldi fræði-
manna – flestir þeirra voru að vísu úr allt öðrum fræðigreinum – í hóp
þeirra sem settu sig upp á móti fastráðningu Abu El-Haj. Aðrir fræðimenn
skrifuðu bænaskrá til stuðnings fornleifafræðingnum og opinber barátta
fór í gang. Rektor Barnard háskóla, Judith Shapiro, sem sjálf er virtur
fornleifafræðingur, skrifaði djarfa grein til varnar akademísku frelsi og um
grundvallarnauðsyn þess að láta aðra fræðimenn kveða upp endanlegan
úrskurð um verk El-Haj. El Haj prófessor fékk fastráðningu en málið vakti
upp þá mikilvægu spurningu hver ætti með réttu að leggja dóm á sérhæfð
verk fræðimanna.
Þótt yngri háskólakennarar verði helst fyrir árásum í málum sem þess-
um hefur líka færst í aukana að reynt sé að níða niður eldri fræðimenn fyrir
sjónarmið sem koma fram í ritum þeirra. John J. Mearsheimer, R. Wendell
Harrison prófessor í stjórnmálafræði við Chicago háskóla og Stephen M.
Walt, Robert og Renee Belfer prófessorar í alþjóðafræðum við John F.
Kennedy stjórnmálaskólann á Harvard skrifuðu ýtarlega grein í London
Review of Books sem síðan kom út í endurskoðaðri útgáfu í bókarformi,
61 Joseph Massad, „Intimidating Columbia University“, AlAhram Weekly Online,
http://weekly.ahram.org.eg/2004/715/op33.htm.