Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 213
213
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
Takmarkanir málfrelsis koma meðal annars fram í þeim vaxandi fjölda
gestafyrirlesara og fræðimanna sem er meinað að taka til máls í háskólun-
um jafnvel þó að háskóladeildir og stúdentafélög hafi farið að öllum sett-
um reglum viðkomandi háskóla áður en boðið var sent. Yfirvöld Kali-
forníuháskóla drógu til baka boð sitt til Lawrence Summers, fyrrverandi
rektors Harvard háskóla, um að flytja fyrirlestur eftir að konur í hópi
háskólakennara sendu stjórnendunum undirskriftalista þar sem þeir voru
beðnir um að aflýsa fyrirlestrinum vegna hugmynda Summers. Jim
Gilchrist, stofnandi Minutemen, en það er íhaldssamur hópur sjálfboðaliða
í landamæravörslu sem fylgir mjög harðri stefnu í innflytjendamálum, fékk
ekki að flytja fyrirlestur í Columbia háskóla eftir að frammígjammarar og
mót mælendur réðust með stóran áróðursborða upp á sviðið og flugust
harkalega á við þá sem studdu rétt Gilchrists til að tala.
Svipuð sundrung í Michigan háskóla hindraði Tom Tancredo fulltrúa-
deildarþingmann í því að flytja fyrirlestur, en hann er líka harður andstæð-
ingur frjálslyndis í innflytjendamálum. Opnunarræða Phil Donahue í rík-
isháskólanum í Norður-Karólínu var trufluð með háðsglósum frá hópi
stúdenta sem var í nöp við frjálslynd sjónarmið hans tengd stríðinu í Írak.
Og Ísraelsbandalagið við Stanford háskóla felldi niður boð til Daniels
Pipes og vitnaði í ágreining vegna vefsíðu hans, Campus-Watch.org, sem
er umræðuvettvangur um Austurlönd nær. Á vefsíðunni er sagt að farið sé
„yfir fræði um Austurlönd nær í Norður-Ameríku og þau gagnrýnd með
það fyrir augum að bæta um betur“, en í raun sé mestöllu plássinu varið í
það að deila á fræðimenn frá Palestínu og öðrum Arabalöndum sem gagn-
rýni stefnu ísraelskra stjórnvalda.
Auðvitað er það engin nýjung að stúdentar mótmæli ræðumönnum
sem þeim þykja ógeðfelldir og andstyggilegir. Slík mótmæli einkenndu
sjöunda og áttunda áratug tuttugustu aldar. En á vorum dögum er endur-
sjálfra. Þó að meirihluti prófessora af gyðingaættum hafi alltaf stutt framsæknar
stefnur eins og jákvæða mismunun hefur það ekki alltaf verið tilfellið meðal mál-
svarahópa sem hafa reynt að hafa áhrif á menntastefnu. Í upphafi þeirrar viðleitni
að auka fjölbreytni í bandarískum háskólasamfélögum beittu málsvarahópar gyð-
inga sér mjög gegn jákvæðum aðgerðum fyrir minnihlutahópa, á yfirborðinu
vegna þess að þar væri verið að bera fyrir borð hæfniskröfur en líklega var það
frekar vegna þess að þeir sáu að mjög hátt hlutfall þeirra eigin minnihlutahóps
meðal stúdenta og kennara við háskólana var í hættu. Þó að þessi sömu samtök
styðji venjulega slíkar áætlanir nú á dögum var það svo í upphafi pólitískra árekstra
vegna margbreytileika og jákvæðra aðgerða að þeir voru mjög andvígir breyting-
um. Það olli spennu milli svartra kommúnista og þeirra sem voru af gyðingaættum
eftir margra áratuga bandalag um helstu þætti borgaralegra réttinda.