Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 214
214
JONATHAN COLE
koma kröfunnar um að kæfa opna umræðu skaðvænleg því að hún tak-
markar aðgengi stúdenta að hugmyndum sem þeim gætu fundist óþægi-
legar en þeir ættu að glíma við sem hluta af háskólareynslu sinni.
Við ættum að minnast þess að hið eina rétta markmið æðri menntunar
er upplýsing – ekki einhver abstrakt hugsjón um „jafnvægi“. Þeir sem
sækjast eftir jafnvægi í ákveðnum efnum krefjast þess aldrei í öðrum.
Hagfræðideild Chicago háskóla nýtur mikils álits vegna afreka sinna. ætti
Chicago háskóli að leita jafnvægis með því að þröngva hagfræðideild sinni
til að ráða fræðimenn með andstæð sjónarmið?
Stundum verða stúdentar að hafa fyrir því að leita annarra sjónarmiða
fyrir utan sína eigin stofnun. Þeir geta ekki búist við að fá „jafnvægi“ afhent
í snyrtilegum umbúðum. Kennslufræðilegt hlutverk prófessors veitir honum
eða henni réttinn eða valdið til að dæma hvaða vísindaleg kenning eða
söguleg staðreynd er tekin fyrir í kennslustofunni. Við getum ekki neitað
því ósamræmi sem býr í þessum hlutverkum. Ef við gerum það bregst
okkur skilningurinn á sönnum markmiðum æðri menntunar: að veita
þekkingu þeim sem ekki hafa hana. Auðvitað má draga hæfni prófessors í
efa – það gerist reglulega í góðum háskólum. En matið á þeirri hæfni verð-
ur að vera – og er – í höndum starfsfélaga prófessorsins – ekki stúdentanna
og örugglega ekki í höndum fjármálastjóra, ríkisstjóra, þingmanna, hags-
munahópa eða fjölmiðlamanna.
Með stuðningi háskólanefndar var Erwin Chemerinsky, frjálslyndum
prófessor í lögum og stjórnmálafræði frá Duke háskóla, boðin staða
aðstoðarrektors við nýja Irvine lagaskólann við Kaliforníuháskóla 2007.
Íhaldssömum hópum þótti stöðuveitingin móðgandi og mótmæltu af ofsa.
Rektorinn, Michael V. Drake, dró boðið til baka vegna þess að stöðuveit-
ingin væri „of umdeild pólitískt“. Að baki hinum pólitísku deilum var sú
staðreynd að háskólinn hafði samþykkt að „leita reglulega ráða í trúnaði“
hjá milljarðamæringi í Appelsínuhéraðinu um útnefningu aðstoðarrektors
í skiptum fyrir gjöf upp á 20 milljónir dollara.63 Háskólinn sætti ofsafengn-
um viðbrögðum almennings og háskólakennarar og fleiri létu í ljós mikla
reiði vegna þessa brots gegn akademísku frelsi áður en tvær vikur voru
liðnar. Síðar létu Drake og stjórn skólans undan þrýstingnum og drógu
ákvörðunina til baka. Chemerinsky fékk starfið eftir allt saman.
Í öðru tilfelli stofnaði Andrew Jones, 24 ára íhaldssamur fyrrverandi
63 Andrew Mytelka, „In Abrupt Reversal, Erwin Chemerinsky to Become Law School
Dean at UC-Irvine“, Chronicle of Higher Education, 17. september 2007.