Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 216
216
JONATHAN COLE
uppruna á fylkisþinginu en hann hafði borið fram frumvarpið um farbann-
ið til Kúbu.66
Lítum einnig á Stúdentafélag fylgjandi akademísku frelsi (SAF).67
Samtökunum var formlega komið á laggirnar árið 2004 af gamalreyndum
íhaldssömum aðgerðasinnum. Nafnið gefur til kynna hollustu við frjáls-
lynd gildi og hópurinn heitir því að styðja stúdenta sem hafa verið beittir
rangindum. Frá upphafsdögum ári fyrr hvatti SAF stúdenta um allt land til
að bindast samtökum um að hafa áhrif á stjórnir háskóla, nemendasam-
bönd og þingmenn (líka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings) til að samþykkja
„réttindabálk stúdenta“.
En málnotkun og aðferðir SAF eru misvísandi. Undir því flaggi að
verið væri að leita jafnvægis og fjölbreytileika í kennslustofunum reyndu
þessir stúdentar að takmarka umræður um þær hugmyndir sem þeir voru
andvígir. Þeir vildu að stúdentar settust í dómarasæti, ef ekki um endanlega
úrskurði, þá að minnsta kosti um hæfni til háskólakennslu. Þeir studdu
herferðina gegn Massad á Columbia og hafa hvatt stúdenta til að gefa
skýrslu um „óréttlátar einkunnir, einhliða fyrirlestra og bókalista sem hafi
verið hagrætt“, en allt á þetta að brjóta gegn réttindum stúdenta. Deild
SAF við Duke háskóla bað prófessorana við hugvísindadeild 2005 að skrifa
undir „Loforð um akademískt frelsi“ og marka með því stuðning sinn við
„vitsmunalegt umburðarlyndi og fjölbreytileika“. Nöfn þeirra háskóla-
kennara sem neituðu að sverja þennan eið yrðu skráð á vefsíðu sem kæmi
fyrir almenningssjónir – nútímaútgáfa af svörtum lista.
Þeir sem vilja láta reka fólk, beita ritskoðun eða draga til baka boð til
prófessora vegna pólitískra skoðana þeirra og yfirlýsinga eiga oft erfitt
með að skilja að einmitt þeir sjálfir njóta góðs af ríkjandi sjónarmiðum. Ef
innihald og hugmyndafræði verða grundvöllur þess hver er ráðinn og hver
rekinn við háskólana gæti skjótt skipast veður í lofti. Oft hefur það gerst að
ofsækjendur verða sjálfir fyrir ofsóknum. Fólk verður að geta ímyndað sér
að hugsanir þess, trú og ummæli geti gert það að fórnarlömbum óhefts
valds ríkisstjórnar, háskóla eða þjóðar. Meðan við verjum hugmyndina um
háskóla verðum við að fræða almenning um það af hverju við verjum þá
háskólakennara sem hafa hugmyndir sem geta misboðið fólki.
66 Karin Fischer, „Judge Overturns Florida’s Ban on Academic Travel to Cuba“,
Chronicle of Higher Education, 29. ágúst, 2008.
67 Vefsíða Stúdenta fyrir akademísku frelsi er http://studentsforacademicfreedom.
org/. Um réttindi stúdenta, sjá sömu vefsíðu með viðbótinni URL: docu-
ments/1922/sbor.html.