Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 217
217
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
Auðvitað eiga líkamlegar ógnanir, líkamsárásir eða persónuleg valdbeit-
ing gagnvart stúdentum ekki heima í kennslustofum rannsóknaháskóla í
Bandaríkjunum. Hvergi eiga háskólakennarar að nota valdastöðu sína til
að þvinga og kúga stúdenta til að játast undir sín sjónarmið. Þeir mega
aldrei mismuna stúdentum vegna kynþáttar, þjóðernis, trúar eða kynferðis.
Enginn háskóli getur varið það að prófessor noti niðrandi ávarpsorð við
einstaka stúdenta að tilefnislausu. Það eru til vinnureglur við háskóla sem
stýra og setja viðmið um slíka hegðun. Það verður að vera til lagakerfi sem
stúdentar og aðrir starfsmenn háskóla geta vísað til vilji þeir bera fram
kvartanir um prófessora sem brjóta þessi lög. Þessar grundvallarkröfur um
háttvísi og faglega ábyrgð eru hluti af hegðunarreglum Columbia háskóla
og allra annarra fremstu rannsóknaháskóla í Bandaríkjunum.68
En reglurnar sem setja hegðunarmörk mega aldrei beinast að inntaki í
hugmyndum manns – hversu ógeðfelldar sem þær kunna að vera stúdent-
um, háskólakennurum, samtökum útskrifaðra nemenda, velunnurum eða
stjórnmálamönnum. Gagnrýnendur háskóla hafa tilhneigingu til að greina
ekki milli orða og gerða. Rétt eins og þeir, sem tengdust David verkefna-
miðstöðinni fyrir forystumenn gyðinga í Boston, gerðu framleiðendur
hinnar afar umdeildu kvikmyndar Hinn óviðurkvæmilegi Columbia háskóli
[Columbia Unbecoming, 2004] það ekki, en í henni var ráðist á prófessora í
fræðum Austurlanda nær. Framleiðendurnir saka prófessorana um óvið-
eigandi aðgerðir og þvinganir þegar þeir eru í raun að ráðast á það sem
felst í hugmyndum þeirra. Þeir reyna líka að taka yfir mikilvæg fræðiorð í
frjálslyndisorðasafninu eins og þeir séu hinir einu sönnu baráttumenn fyrir
frelsi og fjölbreytileika í háskólasamfélögum.
Flestar árásir á háskólaprófessora í seinni tíð hafa beinst að félagsvís-
inda- og hugvísindamönnum. Margir gagnrýnendur háskóla virðast telja
að aðgerðir gegn einum hópi prófessora muni ekki hafa nein áhrif á fólk í
öðrum greinum. Þetta er skaðlegur barnaskapur bæði að því er varðar
grundvallarreglur og framkvæmd. Það er mikið í húfi. Í sögulegu ljósi
hefur niðurrif á háskólakerfum stafað af innleiðingu utanaðkomandi póli-
68 Í handbók Columbia háskóla 2008 stendur til dæmis: „Akademískt frelsi felur í sér
að allir kennarar hafi rétt til frelsis í kennslustofunni til þess að ræða viðfangsefni
sitt; þeir hafi rétt til frelsis í rannsóknum og til að gefa út niðurstöður; og að
háskólinn megi ekki refsa þeim fyrir að láta í ljós skoðanir né tengsl í sínu borg-
aralega einkalífi; hinsvegar skuli þeir hafa í huga sérstakar skuldbindingar vegna
stöðu sinnar í háskólasamfélaginu“, Viðauki B, bls. 184, eða http://www.columbia.
edu/cu/vpaa/handbook/appendixb.html.