Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 218
218
tískrar hugmyndafræði í stýringu á fræðilegum og vísindalegum rannsókn-
um. Varnarstarf háskólakennara í hugvísindagreinum og félagsvísindum
verndar alla þá sem eru í háskólasamfélaginu.
Markmið akademísks frelsis er að koma upp umhverfi þar sem leitandi
hugur getur blómstrað. Öfugt við einkarekstur tekur háskólinn velferð
samfélagsins fram yfir ávinning einstaklinga. Á hinu akademíska yfirráða-
svæði byggist sú viðurkenning sem prófessorar og stúdentar fá á framlagi
þeirra, á mikilvægi þeirrar þekkingar sem verður til, hversu vel henni er
miðlað og hvort skilningur á henni er aukinn. Háskólinn reynir að halda í
heiðri hæfniskröfur. Best er að gæði eins og þau koma fram í kennslu,
rannsóknum og námi hljóti sína umbun án tillits til kynþáttar, trúarbragða,
þjóðernis, kynferðis eða kynhneigðar.
Fræðimenn í bandarískum háskólum eru ekkert endilega að leita að
svörum við spurningum um „rétt“ eða tilbúin svör – svör sem hægt sé að
fletta upp aftast í bókinni. Markmið akademískrar orðræðu er ekki bara að
koma upplýsingum á framfæri heldur einnig að efla hugsun og örva hug-
myndir, henni er ætlað að kenna stúdentum og fá þeim vitsmunaleg skil-
greiningartæki sem gera þeim kleift að hugsa vel. Góðir háskólar eiga að
vera breytilegir. Þeir draga í efa rétttrúnað og kreddur en líka félagsleg
gildi og almennar stefnur. Þeir eru áhrifamestu tækin til að ýta undir efa-
hyggju og óánægju með grónar stofnanir. Fremstu háskólar eiga að hug-
leiða róttækustu skoðanirnar en ekki forðast þær – hvort heldur sem þær
koma frá vísindamönnum sem rísa gegn langvarandi trú á að aðeins sýklar
og veirur orsaki sjúkdóma eða frá félagsvísindamönnum og hugvísinda-
mönnum sem ráðast gegn utanríkisstefnu Bandaríkjanna.69
Mikilhæfir kennarar rísa gegn fordómum og fyrirfram mótuðum hug-
myndum stúdenta sinna og starfsfélaga. Þeir setja fram hugmyndir sem
koma mönnum úr jafnvægi og mana aðra til að hrekja þær og verja sínar
eigin skoðanir í samhengi og á agaðan hátt. Bandarískir rannsóknaháskólar
ýta við og slá í veggi rétttrúnaðar og hafna pólitískri rétthugsun. Í þessu
ferli getur stúdentum og prófessorum stundum fundist þeir beittir þving-
unum, þeir vera yfirbugaðir og ruglaðir. En með því að fara í gegnum
69 Þetta er ekki auðvelt eins og Oliver Wendell Holmes, Jr., dómari minnti okkur á í
eftirminnilegu áliti sínu 1919 í Abrams málinu. „Ég get ekki séð annað en að
ofsóknir vegna skoðana sem látnar eru í ljós séu fyllilega rökréttar. Efist maður
ekki um forsendur sínar eða vald sitt og óski af heilum hug eftir ákveðinni niður-
stöðu, hikar hann ekki við að binda þær í lög og sópa burtu allri andstöðu.“ (Abram
v. United States, 250 U.S. 616) [1919].
JONATHAN COLE