Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 224
224
JONATHAN COLE
Við tengjum gjarnan hugmyndina um málfrelsi í háskólum við akadem-
ískt frelsi og rannsóknafrelsi. Víðtækt tjáningarfrelsi innan og utan
kennslustofunnar er akademísku frelsi gríðarlega mikilvægt en hugmyndin
er víðtækari en svo að hún einskorðist við tjáningarfrelsi. Eins og ég hef
tekið fram áður nær akademískt frelsi yfir fjandsamleg eða jafnvel svívirði-
leg sjónarmið. Í því má finna þá formgerð og gildi sem stýra háskólanum.
Robert Post, prófessor í stjórnarskárlögum við Yale háskóla, skýrði þetta
mikilvæga atriði þegar hann sagði „akademískt frelsi leitast við að skil-
greina upp á nýtt starfstengsl háskóla og prófessora“.74
Í raun réttri er þráhyggjan um rannsóknafrelsi og akademískt frelsi við
háskólana sú að verja þær stjórnunarreglur sem taka forréttindi háskóla
fram yfir rekstur fyrirtækja. Það er því þess virði að leggja aukna áherslu á
atriðið sem Louis Menand benti á og vitnað var til áður, að akademískt
frelsi „sé lögmætasta hugtakið í allri hinni [akademísku] framkvæmd“.
Hugtakið skilgreinir þær ákvarðanir í háskólum sem mótaðar eru af gagn-
rýnni hugsun. Valdið til að setja viðmiðunarmörk um inngöngu í greinina,
til að ákveða inntökuskilyrði, að segja til um hvað sé tekið gilt og hvað sé
ekki tekið gilt, eða skilgreint sem „hágæðaverk“, til að ákveða staðla við
ráðningar og stöðuhækkanir í eftirsótt störf, til að semja próf og ákveða
hvað verði og hvað ekki verði tekið til kennslu, kemur í hlut þrautreyndra,
hálærðra prófessora sem hafa staðist kröfur greinar sinnar.
Hinn kosturinn leiðir eins og Menand bendir á til pólitískra hópaáfloga
þar sem pólitískt vald innan stofnunar og utan hennar leggur línurnar um
tengsl háskólastjórnar og háskólakennara. Því vaknar eftirfarandi spurn-
ing: Hvernig vegum við og metum gagnrýni sem kemur ekki innan úr
akademíunni? Ef við gefum akademískt frelsi upp á bátinn eða lítum
aðeins á það sem varnarvegg utan um forréttindahóp prófessora sem kæra
sig hvorki um eftirlit með því sem þeir gera eða segja, erum við að mis-
skilja virkni þeirra gilda sem ber að fylgja í góðum háskólum. Og ef þetta
vald er ekki í höndum menntaðra jafningja heldur sjálfskipaðra „sérfræð-
inga“ frá stjórnvöldum skapar það hættu á óreiðu.
Án slíkrar innri uppbyggingar og frelsis getur háskóli ekki náð háu
gæðastigi. Þetta skiptir höfuðmáli í því mikilvæga samkomulagi sem mót
74 Robert Post, „The Structure of Academic Freedom“, í Beshara Doumani, ritstj.,
Academic Freedom after September 11 (New York: Zone Books, 2006), bls. 61–106.
Tilvitnun af bls. 62.