Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 226
226
JONATHAN COLE
getum varið akademískt frelsi með því að sýna fram á það góða sem háskól-
arnir gera fyrir samfélagið, en það er nákvæmlega það sem ég leitast við að
gera í þessari bók. Ef uppsöfnuð reynsla okkar af háskólum segir okkur
eitthvað er það einmitt að hið eina sem sé verra en að láta háskólana sjá um
eigin mál – það er að láta háskólamenn takast á innbyrðis um það hvað sé
gott og skipti máli – sé það að láta öðrum þá ákvörðun eftir.77
Annað grundvallareinkenni á bandarískum rannsóknaháskóla sem er
tengt akademísku frelsi er að enginn talar „fyrir hönd“ háskólans – ekki
einu sinni stjórnendur hans. Þó að rektorinn, aðstoðarrektorinn og stjórn
skólans hafi ábyrgð og vald til að móta og framkvæma stefnu háskólans
liggur innsti grunnur háskólans í fjölda raddanna, þeirra sem tilheyra
háskólakennurum, stúdentum, fræðimönnum og starfsmönnum. Rektorar
og forstöðumenn eru oft spurðir spurninga af þessu tagi: „Hver er afstaða
háskólans til rita, athugasemda og athafna prófessors X?“
Í raun er ekki til nein „háskólaafstaða“ í slíkum málum. Háskólinn
ákveður ekki hvaða hugmyndir eru góðar og hverjar vondar, hvað sé rétt
og hvað rangt. Það er alltaf til umhugsunar og umræðu, alltaf í umræðunni
meðal háskólakennara og stúdenta. Ef háskóli ákveður að leggja línurnar
er hætt við að það bæli akademískt frelsi og útiloki þá sem hafa önnur sjón-
armið en stjórnendur stofnunarinnar. Ábyrgð forystumannanna felst ekki í
að ákveða hvaða hugmyndir séu bestar heldur að skapa umhverfi þar sem
allar hugmyndir eru kannaðar og prófaðar.
Að lokum má nefna að akademískt frelsi getur skapað spennu þegar
kemur að hlutverki stjórnenda í góðum rannsóknaháskólum. Margir í hópi
fulltrúa skóla, einkum fyrrverandi nemendur og stjórnarmenn, myndu
vilja sjá rektora nota ræðustólinn sinn til að knýja fram sjónarmið um
almenn samfélagsmál, að nota orðspor og slagkraft stofnunarinnar til að
móta stefnu og gera verk háskólans sýnileg. Kannski kveinkuðu þeir sér
ekki yfir því ef stjórnendur tækju opinbera afstöðu og því er ekki að neita
að margir rektorar halda að starfið eigi að einhverju marki að gefa þeim
tækifæri til að láta til sín taka í almennri umræðu. Slíkt getur verið rekt-
77 Fræðandi umræðu um aðra kosti sem hægt er að byggja akademískt frelsi á er að
finna í kappræðu Johns Searle og Richards Rorty. Grein Rortys „Does Academic
Freedom Have Philosophical Presuppositions?“ í Louis Menand, ritstj., The
Future of Academic Freedom (Chicago: The University of Chicago Press, 1996),
kafli 2 er ágætis inngangur að þeirri kappræðu, sömuleiðis grein Searles, „Rational-
ism and Realism: What’s at Stake?“ í Jonathan R. Cole, Elinor G. Barber og
Stephen R. Graubard, The Research University in a Time of Discontent (Baltimore:
Johns Hopkins University Press, 1994), kafli 3.