Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 133
132
þekkingarskeið renni upp með upplýsingunni. Komið hafi fram krafa um
skilvirka orðræðu sem „framleiddi sannleika“ um mannlega kynhegðun sem
ekki væri „afskræmd af hugmyndafræði eða misskilningi.“75 Á yfirborðinu
var hvatinn þekkingarþorsti og manngildissjónarmið en Foucault bendir á
að jafnan sé erfitt að skilja þekkingu frá valdaformgerðum og stýringu, og
er hann þar á sama máli og aðrir fræðimenn sem bent hafa á að engu sviði
mannlegrar breytni sé stýrt jafn vandlega og kynferði og kynlífshegðun.76
Einhverjir kynnu hins vegar að taka undir með Carol Groneman þegar
hún bendir á „ótrúleg[a] flokkunarleg[a] ringulreið“ í læknisfræðilegri
orðræðu um kynhvöt kvenna og kynlíf á þessu sama söguskeiði og ítrekar
hversu framandi það virki á nútímalesendur að það hafi til dæmis verið
deilumál í upplýsingunni hvort konur byggju yfir vitsmunalegri færni
sem kenna mátti við rökhugsun.77 Í þessu sambandi er mikilvægt að ein-
blína á virkni kynferðiskenninganna sem rætt hefur verið um, fremur en
„sannleiksgildi“ þeirra.78 Skilgreiningar fyrri alda á „eðli“ kvenna voru
75 Michel Foucault, The History of Sexuality. Volume 1: An Introducton, þýð. R. Hurley,
new York: Vintage Books, 1990, bls. 68.
76 Sjá til að mynda tímamótaverk Johns Gagon og Williams Simon frá 1976, Sex-
ual Conduct: The Social Sources of Human Sexuality, 2. útgáfa, Chicago: Aldine
Transaction, 2002.
77 Carol Groneman, „nymphomania: The Historical Construction of Female Sex-
uality“, Signs: Journal of Women in Culture and Society, 1993, bls. 337–367, hér bls.
340. Jean-Jacques Rousseau rétti kvenþjóðinni sáttarhönd þegar hann viðurkenndi
að í fari þeirra mætti greina vitræn ferli en steig svo um leið skref aftur á bak og
benti á að þau strönduðu vanalega miðja vegu milli skynjunar og úrvinnslu áreit-
isins í hugtök, grunnefniviðs óhlutbundinnar rökhugsunar. Konum voru þó ekki
allar bjargir bannaðar að hans mati, ráð var einfaldlega að sníða sér stakk eftir
vexti og verja þeirri hugrænu orku sem fyrir hendi væri í það sem þó var á færi
konunnar: „[A]ð hlýða eiginmanninum, halda ekki framhjá og ala upp börnin.“
Michèle Crampe-Casnabet, „A Sampling of Eighteenth-Century Philosophy“,
A History of Women in the West III. Renaissance and Enlightenment Paradoxes, þýð.
Arthur Goldhammer, ritstj. G. Duby og M. Perrot, Cambridge og London: The
Belknap Press of Harvard University Press, 1993, bls. 315–347, hér bls. 328–330.
Erla Hulda Halldórsdóttir fjallar einnig um Rousseau og viðhorf hans til kvenna,
sjá Nútímans konur, bls. 74–77.
78 orðabækur skýra sannleika vanalega með því að segja að hann sé sannur. Þýski
heimspekingurinn Martin Heidegger er þekktur fyrir að vera heldur tyrfinn og
sérviskulegur þegar að framsetningu hugmynda hans og kenninga kemur en
umfjöllun hans um sannleikshugtakið í Von Wesen der Wahrheit (Eðli sannleikans,
1930) er þó með eindæmum skörp og upplýsandi og bregður birtu á ólíkar leiðir
til að skynja og skilja hið sanna. Sjá Martin Heidegger, The Essence of Truth, þýð.
Ted Sadler, London og new York: Continuum, 2002, einkum inngangurinn, bls.
1–17 þar sem Heidegger fer í sögu hugtaksins og ólíkar skilgreiningar.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon