Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 168
167
sem átti að vera viðmiðið og sömuleiðis við athugasemd kennarans, en þar
merkir R ‘rétt’ að mati hans):
Eins og sjá má eru hér settar jafnmargar stjörnur á svör nemandans og
athugasemdir kennarans. Það segir þó ekki alla söguna. Í fyrsta lagi hefur
kennarinn sett orðmyndina hann í athugasemd við d-lið og e-lið og af því
er ekki hægt að ráða hvort kennarinn hugsar sér að þarna ætti að vera nefni-
fall (eins og hefðbundið er) eða þolfall (sem er nýjungin, sbr. *mig kvíðir,
*mig hlakkar). Í öðru lagi má færa rök að því að það sé meira samræmi í
svörum nemandans. Hann notar ýmist þolfall eða þágufall með þessum
sögnum og það er í samræmi við það að allar þessar sagnir eru ópersónu-
legar í máli sumra þótt hin hefðbundna notkun sé að hafa nefnifall með
sögnunum kvíða fyrir og hlakka til (d- og e-dæmið).28 Það eina sem víkur
frá þekktri málnotkun er *þig dettur margt í hug, en það gæti stafað af því
að nemandinn hefur lært í skóla að stundum eigi að vera þolfallsfrumlag
með þeim sögnum sem honum hefur þótt eðlilegt að nota með þágufalls-
frumlagi. Aftur á móti benda hinar röngu athugasemdir kennarans til þess
að máltilfinning hans sé alveg komin út um þúfur, eða hann þori a.m.k.
ekki að treysta henni og sé að reyna að gera athugasemdir miðað við eitt-
hvað sem hann rámar í að hafa lært í skóla. Að því leyti má færa rök að því
að hér hafi verið verr af stað farið en heima setið, líkt og bent er á í (14c),
og það getur ekki talist líklegt að athugasemdir kennarans skili miklum
árangri í málvernd. Þær eru þvert á móti líklegar til að rugla nemandann
alveg í ríminu.
4.4.2 Leppsetningar (ópersónulegar setningar) og nýja þolmyndin
Afleiðingar eins og þær sem hér er lýst í tengslum við leiðréttingar á þágu-
fallssýki (þágufallshneigð) eru auðvitað alls ekki bundnar við hana. Þær
geta t.d. komið fram eftir leiðréttingar á nýju þolmyndinni svokölluðu
(eða nýju ópersónulegu setningagerðinni).29 Rifjum fyrst upp hvaða
setningagerð það er sem hér er um að ræða, að hvaða leyti hún líkist
ýmsum öðrum setningagerðum og að hvaða leyti hún er ólík þeim.30
28 Reyndar hefði mátt búast við því að nemandinn notaði sama fall með kvíða fyrir og
hlakka til og honum gæti verið það eðlilegt þótt þetta komi svona út í verkefninu.
Þarna gæti líka verið um valfrelsi eða tilbrigði í máli hans að ræða.
29 Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling, „Það var hrint mér á leiðinni í skólann:
Þolmynd eða ekki þolmynd?“, Íslenskt mál 23, 2001, bls. 123–180.
30 Eins og yfirlesari bendir réttilega á er þessi kafli nokkuð flókinn og ekki auðlesinn
fyrir þá sem eru óvanir því að lesa fræðilegar lýsingar á setningagerð. Þetta er þó
ekki eingöngu sök höfundar. Það er nefnilega alls ekki einfalt mál að lýsa þeim mun
MÁLVERnD, MÁLTAKA, MÁLEYRA – oG PISA-KönnUnIn