Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 39

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 39
38 og viðhorf til þýðinga á 16. öld, í öðru lagi byggingu verksins og hvernig hún tengist hugmyndum um hlutverk og virkni bókmennta á tímabilinu og að lokum þær aðferðir sem William Painter beitti til að skapa rými fyrir verk sitt innan bókmenntakerfisins. The Palace of Pleasure og viðhorf til þýðinga Þýðing og útgáfa ítalskra nóvella á ensku hófst á fimmtándu öld. Þetta voru örfáar þýðingar í ljóðformi sem juku við og umbreyttu einstaka sögum og komu út á löngu tímabili. Upp úr 1560 jókst þó útgáfa þessara verka og það virðist sem auknar vinsældir þeirra megi rekja til þýðingar Arthurs Brookes á sögunni um Rómeó og Júlíu árið 1562. Þrátt fyrir þessar ljóða- þýðingar var Palace of Pleasure fyrsta meiriháttar þýðingin á nóvellum, hvort heldur sem er í prósa eða ljóðformi á ensku. Oftast ræður skortur í móttökumenningunni því hvað er þýtt og þann- ig flutt milli mismunandi menninga. Ástæðurnar geta að sjálfsögðu verið mismunandi. Til dæmis getur textinn verið fulltrúi einhvers sem dáðst er að í upprunamenningunni eða innihaldið upplýsingar sem taldar eru til góðs eða nauðsynlegar fyrir móttökumenninguna. En ekki eru allir textar jafnir að þessu leyti og val á textum til þýðingar getur oft verið umdeilt. Sextánda öldin á Englandi var engin undantekning. Þýðingar á hinum mjög svo ólíku en kanóniseruðu höfundum Síseró, Plútarkosi, Júlíusi Sesari og Óvíd voru yfirleitt vel séðar (jafnvel þó að einstaka menn hafi mótmælt þeim líka), svo og þýðingar á trúarlegum verkum og verkum um siðferðileg málefni.14 André Lefevere heldur því fram að viðhorf endurritenda til heims orðræðunnar (e. universe of discourse), sem er hluti af textunum sem þeir þýða og samlaga nýju samhengi, hafi áhrif á þær ákvarðanir sem þeir taki. Lefevere segir: „Þetta viðhorf verður fyrir miklum áhrifum frá stöðu upp- runatextans, sjálfsmyndar menningarinnar sem textinn er þýddur inn í, tegundum texta sem samþykktir eru í þeirri menningu, þeim málsnið- um sem samþykkt eru, ætluðum móttakendum textans og þeirri „menn ingarlegu forskrift“ (e. cultural script) sem þeir móttakendur eru vanir og 14 Um fjölbreytileika útgefinna verka á Englandi á þessu tímabili má lesa í: Henry Stanley Bennett, English Books and Readers, 1558–1603, 2. útg., 2. bindi, Cambridge: Cambridge University Press, 1989. Ásdís siGmundsdóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.