Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 39
38
og viðhorf til þýðinga á 16. öld, í öðru lagi byggingu verksins og hvernig
hún tengist hugmyndum um hlutverk og virkni bókmennta á tímabilinu
og að lokum þær aðferðir sem William Painter beitti til að skapa rými fyrir
verk sitt innan bókmenntakerfisins.
The Palace of Pleasure og viðhorf til þýðinga
Þýðing og útgáfa ítalskra nóvella á ensku hófst á fimmtándu öld. Þetta voru
örfáar þýðingar í ljóðformi sem juku við og umbreyttu einstaka sögum og
komu út á löngu tímabili. Upp úr 1560 jókst þó útgáfa þessara verka og
það virðist sem auknar vinsældir þeirra megi rekja til þýðingar Arthurs
Brookes á sögunni um Rómeó og Júlíu árið 1562. Þrátt fyrir þessar ljóða-
þýðingar var Palace of Pleasure fyrsta meiriháttar þýðingin á nóvellum,
hvort heldur sem er í prósa eða ljóðformi á ensku.
Oftast ræður skortur í móttökumenningunni því hvað er þýtt og þann-
ig flutt milli mismunandi menninga. Ástæðurnar geta að sjálfsögðu verið
mismunandi. Til dæmis getur textinn verið fulltrúi einhvers sem dáðst
er að í upprunamenningunni eða innihaldið upplýsingar sem taldar eru
til góðs eða nauðsynlegar fyrir móttökumenninguna. En ekki eru allir
textar jafnir að þessu leyti og val á textum til þýðingar getur oft verið
umdeilt. Sextánda öldin á Englandi var engin undantekning. Þýðingar
á hinum mjög svo ólíku en kanóniseruðu höfundum Síseró, Plútarkosi,
Júlíusi Sesari og Óvíd voru yfirleitt vel séðar (jafnvel þó að einstaka menn
hafi mótmælt þeim líka), svo og þýðingar á trúarlegum verkum og verkum
um siðferðileg málefni.14
André Lefevere heldur því fram að viðhorf endurritenda til heims
orðræðunnar (e. universe of discourse), sem er hluti af textunum sem þeir
þýða og samlaga nýju samhengi, hafi áhrif á þær ákvarðanir sem þeir taki.
Lefevere segir: „Þetta viðhorf verður fyrir miklum áhrifum frá stöðu upp-
runatextans, sjálfsmyndar menningarinnar sem textinn er þýddur inn í,
tegundum texta sem samþykktir eru í þeirri menningu, þeim málsnið-
um sem samþykkt eru, ætluðum móttakendum textans og þeirri „menn
ingarlegu forskrift“ (e. cultural script) sem þeir móttakendur eru vanir og
14 Um fjölbreytileika útgefinna verka á Englandi á þessu tímabili má lesa í: Henry
Stanley Bennett, English Books and Readers, 1558–1603, 2. útg., 2. bindi, Cambridge:
Cambridge University Press, 1989.
Ásdís siGmundsdóttiR