Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 46

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 46
45 lýsingu á greininni og er að mestu óháð sögulegu samhengi.31 Á hinn bóg- inn segir þessi lýsing okkur afskaplega lítið um textana í verki Painters og sum þeirra efnisatriða sem nefnd voru hafa lítið sem ekkert með þá texta að gera. Þetta stafar að hluta til af því að skáldsagan og smásagan eru greinar eða bókmenntaform sem voru ekki til í nútímaskilningi á seinni hluta sextándu aldar á Englandi og því er ekki hægt að nota þau hugtök til að afmarka lýsingu á bókmenntagrein frá því tímabili. Það er nauðsynlegt að skilgreina hugtakið á þann hátt að það endurspegli þá texta sem hér um ræðir á merkingarbæran hátt. Því er það að hugtakið nóvella er oft notað á þrengri hátt til að vísa til verka sem talin eru dæmigerð fyrir greinina á þessu tímabili, en þar eru verk Boccaccios og Marguerite de Navarre mið- læg. Þessi útilokandi (e. exclusive) leið til að hugsa um nóvelluna, svo við notum hugtak Altmans á ný, ræðst að miklu leyti af sögulegu samhengi, það er að segja, styðst við dæmi frá ákveðnum tíma og stað til að skilgreina mörk hennar. Hins vegar er hætt við að slík útilokandi skilgreining hafni þeim textum sem eru ódæmigerðir og falla utan þessa ramma.32 Enda er það svo að ef þessi skilgreining er notuð, þá væri ekki hægt að skilgreina ansi marga af textum Painters í The Palace of Pleasure sem nóvellur. Vandamálið við að nota þekktustu nóvelluhöfundana (Boccaccio, Marguerite de Navarre) til að skilgreina bókmenntagreinina er að sögur þeirra eru margvíslegar (þó ekki jafn fjölbreytilegar og sögur Painters) auk þess sem aðrir höfundar gáfu út nóvellur sem voru töluvert ólíkar. Það er líka vert að hafa í huga að Boccaccio sjálfur, sem venjulega er tal- inn upphafsmaður greinarinnar og sá sem fyrst nefndi þessa texta nóvellur, skilgreindi mörk hennar mjög lauslega. Í inngangi sínum að Tídægru segir hann: „[ég] ætla að segja hundrað nóvellur, eða goðsögur eða dæmisögur eða söguþætti, eins og við viljum kalla þær“.33 Það má túlka þessi orð hans annað hvort þannig að það megi nota þær greinar sem hann nefnir til að lýsa verki hans eða þannig að hann sé að gefa í skyn að þær mismunandi greinar sem hafi verið notaðar til að segja sögur séu innlimaðar í hið nýja hugtak hans. Hvort heldur er, þá er ekki skýrt hvernig hann staðsetur verk sitt gagnvart öðrum greinum. Einnig er í orðum hans að finna upphaf þess 31 Rick Altman, „A Semantic/Syntactic Approach to Film Genre“, Film/Genre, Lond- on: British Film Institute, 1999, bls. 216–226, hér bls. 216–17. 32 Sama verk. 33 “...intendo di raccontare cento novelle, o favole o parabole o istorie che dire le vogliamo.” Giovanni Boccaccio, Decameron, Einaudi, 1992. Sjá http://www.brown. edu/Departments/Italian_Studies/dweb/index.php. HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.