Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 60

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 60
59 Fordæmi merkra manna glæðir ímyndunarafl tiginna ungmenna, en þær hugmyndir sem koma þar fram eru enn mikilvægari, því það er af þeim, sem það sem mun einkenna líf þeirra sprettur.77 Áherslan á tengsl sagnanna við raunverulega atburði (hver svo sem trú ein- stakra lesenda á sannleiksgildi þeirra var) dregur fram hlutverk þeirra sem dæmasafna sem eigi að hjálpa lesendum að greina hvaða fyrirmyndir þeir ættu að taka sér til eftirbreytni. Í nóvellu II.23, „The Duchesse of Malfi“, ræðir sögumaður það hvernig bæði sögur og raunveruleiki sýni þá hættu sem fylgi því að láta ungar stúlkur og ekkjur vera ógiftar: „Því bækur eru uppfullar af þess háttar atburðum og geymslur fullar af dæmum af slíkum stolnum og leyndum gjörðum að ekki er þörf á frekari sönnunum eða staðfestingu á réttmæti málstaðarins.”78 Af þessu má ekki draga þá álykt- un að Painter sé sér ekki meðvitaður um hættuna við að líta á sögur sem einfaldan sannleik. Nóvella II.9, „A Gentlewoman of Hidrusa“, varpar ókennilegu ljósi á hugmyndina um sannleika í sögum og notkun þeirra sem dæmisagna. Mikill fjöldi frásagna lýsir því hvernig hjól Örlaganna snýst og hefur til vegs og virðingar þá sem ganga í gegnum hremming- ar en steypir að sama skapi þeim sem hafa lifað hamingjusömu lífi í ystu myrkur án sjáanlegrar ástæðu. Í þessari nóvellu leiðir þetta til þess að kona heldur því fram að ef maður sé hamingjusamur sé betra að svipta sig lífi áður en Örlögin ná að refsa honum. Þessi saga er á írónískum nótum, en boðskapurinn virðist vera sá að það að taka sögur sem sannleika geti leitt til örvæntingar meðal þeirra sem hafa lifað hamingjuríku lífi. Erfitt er þó að segja fyrir um hvort Painter hafi viljað slá einhvern varnagla með þess- ari dæmisögu sinni um áhrifamátt sagnalistarinnar á líf fólks. Að vísa til fornaldar Í menningu sem var jafn upptekin af menningu fortíðar og sextánda öldin á Englandi var eðlilegt að menn reyndu að gefa eigin verkum meira vægi með því að vísa til klassískra verka fornaldar – veita þeim menningarlegt auðmagn, svo notað sé hugtak Bourdieu. Þetta átti að koma í veg fyrir eða svara mögulegri gagnrýni á hið nýja eða þýdda verk. Sá höfundur fornald- ar sem helst var vísað til var Síseró, og í samræmi við það segir Painter: 77 Erasmus, The Education of a Christian Prince ritstj. Raymond Geuss, þýð. Neil M. Cheshire og Michael J. Heath, Cambridge University Press, 1997, bls. 10. 78 Painter, The Second Tome of the Palace of Pleasure: fol. 172v; Vv3v. HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.