Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 86

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 86
85 af dystópíu, útópíu og ef til vill einnig „venjulegum“ aðstæðum. Þau voru frumstæð, siðlaus, bernsk, framandi (exotic), villt, grimm, blíð og svo má áfram telja. Íslendingar og Grænlendingar voru hvort tveggja í senn sið- lausir villimenn og göfugir villimenn, og jafnvel siðmenntaðir. Þegar greitt hefur verið úr þessari flækju má þó sjá skýra drætti í lýsingum á löndunum tveimur á öllu tímabilinu. Þar birtist skýrt sú tvíhyggja – jafnvel marg- hyggja, ef svo má segja – sem er svo algeng í orðræðunni um framandi svæði, utan Evrópu. Lýsingar á Íslandi og Grænlandi eru gagnstæð hlið eða bakhlið ráð- andi sjálfsmynda í helstu ríkjum í Vestur-Evrópu. Við getum kallað þenn- an framandleika bórealisma, óríentalisma eða hitabeltishyggju, tropicality, með einkennum hins ysta norðurs. Þær byggja oft á fornum grunni, fornri þekkingu á jaðarsvæðum; þær byggja líka á yfirburðum miðjunnar yfir jaðrinum, bæði innan Evrópu en líka á tengslum Evrópu við aðra heims- hluta, oft nýlendur undir þeirra yfirráðum. Full ástæða er því til þess að ræða ímyndir landanna tveggja í ljósi orðræðu nýlenduhyggjunnar. Sú „þekking“ var sannarlega yfirfærð á Ísland og Grænland; Ísland hefur þó aðra stöðu en Grænland vegna þess að meiri vafi lék á því hvers konar land það væri. Það gat einnig verið siðmenntað, var hvorki né eða bæði og. Á þessu tímabili, á ofanverðri 18. öld og alla 19. öldina, varð umræða um íslenska miðaldasamfélagið smám saman æ mikilvægari, um fyrir- myndarsamfélag sem vart hefði átt sinn líka. Umræða um það var gerð skiljanleg með því að bera það saman við Grikkland hið forna. Í landinu væri að finna kjarna germanskrar menningar. Samhliða varð algengt að lýsa einstöku líkamlegu atgervi fólks í íslenska miðaldasamfélaginu, þeir urðu smám saman hinir bestu af hinum norræna kynstofni, the Nordics, eins og fram kemur í umfjöllunum Pliny Miles. Kynþáttahyggja fór því að einkenna lýsingar á Íslandi í vaxandi mæli eftir því sem leið á 19. öld og varð þó enn meira áberandi síðar. Ásamt þjóðernishyggjunni varð hún til þess að farið var að upphefja Ísland og Íslendinga og víkingaorðræðan um Ísland varð til. Samhliða henni lifði nýlenduorðræðan þó einnig góðu lífi eins og fram kemur í umfjöllun Richards Burton um Íslendinga. Samkvæmt þeim viðhorfum voru Íslendingar andstæða siðmenningar og nútíma sem hinir erlendu gestir töldu sig þá fulltrúa fyrir, og jafnvel blandaðir „Skrælingjum“, það var þessi tegund orðræðu sem Benedikt Gröndal gagnrýndi harkalega. Hin hlið hennar var hugmyndin um hinn göfuga INNAN EÐA UTAN EVRÓPU?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.