Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 100

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 100
99 áhrif á lestur, en báðir eigi það sameiginlegt að telja sig geta fellt eigin lestur að lestrarreynslu annarra. Long hefur meiri áhuga á því að skoða lestrarvenjur almennra lesenda sem upplifa sama verkið á margvíslegan hátt þar sem þeir koma að því með ólíkum hætti vegna bakgrunns síns og lífsreynslu. Lífsreynsla lesandans vegur að mati Long þungt í greiningu hans á skáldverkinu sem hann hefur undir höndum.30 Long bendir á að lesendur séu ólíkir rétt eins og leshringir. Meðlimir sama leshrings séu líka ekki endilega allir af sama kyni eða úr sömu stétt, aðstæður þeirra séu mismunandi, trú þeirra og lífshættir. Þeir séu einfald- lega að takast á við mismunandi hluti í lífi sínu.31 Túlkun Long er í sam- ræmi við greiningu Söruh Twomey sem hefur einnig skoðað hvernig lestur sem félagsleg athöfn umbreyti lesendum. Í greininni „Reading Woman. Book Club Pedagogies and the Literary Imagination“ segir hún leshringi endurskapa hinn félagslega heim og stuðla að endurmótun og breytingu. Þeir geti einnig verið leið til þess að rannsaka mismunandi sjálfsmyndir, en þær mótist gjarnan í samskiptum við annað fólk, í lestri á bókum og í ýmiss konar samskiptatækni. Sameiginlegur lestur á bókmenntatexta geti skapað möguleika á að túlka í senn persónulega og sameiginlega reynslu.32 Ýtt er undir þessa samanburðaraðferð í ýmsum þeirra spurningalista sem ætlaðir eru Austen-leshringjunum. Sem dæmi má nefna bók Marilyn Brant, According to Jane, þar sem draugur Jane Austen tekur sér bólfestu í höfði háskólanemans Ellie Barnett. Ellie er neydd til þess að takast á við hugmyndir Austen um heppilegan eiginmann og lesandinn líka. Í sjöundu spurningunni segir: „Ellie lýsir sjö „manngerðum“, rétt eins og Austen, en þær byggja á persónum skáldkonunnar sem eru fulltrúar hópanna“. Þannig er Darcy ríki, heiðarlegi piparsveinninn sem lærir sína lexíu á meðan Wickham er erkitýpan fyrir hinn svikula þokkafulla karlmann. Spurt er: „Er hægt að flokka einstaklinga svona auðveldlega? Fellur einhver sem þú þekkir undir flokkunarkerfi Elliear eða Austen? Eða heldur þú að mann- legt atferli sé flóknara en svo að það megi skýra út frá stöðluðum skáld- skaparímyndum?“33 Að sama skapi er þessari spurningu varpað fram á listanum undir lok Just Jane eftir Nancy Moser: „Jane og fjölskylda hennar 30 Sama heimild, bls. 27–29. 31 Sama heimild, bls. 157. 32 Sarah Twomey, „Reading woman. Book club pedagogies and the literary imag- ination“, Journal of Adolescent & Adult Literacy 5/2007, bls. 398–407, hér bls. 398–402. 33 Marilyn Brant, According to Jane, bls. 267–268. VISKA JANE AUSTEN OG FERÐ LESANDANS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.