Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 174

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 174
173 Aðalatriðið í huga Birtingsmanna var að þeir voru sjálfstæðir, frjálsir af hvers konar afskiptum utanaðkomandi fjármagns eins og þeir benda ítrek- að á í skrifum sínum. Á hinn bóginn má spyrja almennt hvort miðill sem að stórum hluta byggir afkomu sína á auglýsingum geti kallað sig frjálsan og óháðan. Hann er að minnsta kosti ekki óháður hinu kapítalíska kerfi. Auglýsendur í Birtingi voru á meðal stærstu og áhrifamestu fyrirtækja í íslensku viðskipta- og menningarlífi á sjötta og sjöunda áratugnum, svo sem Eimskipafélag Íslands, Búnaðarbankinn, Útvegsbankinn, Flugfélag Íslands, Loftleiðir, Kron, Olíuverzlun Íslands, Olíufélagið, Shell á Íslandi, Sjóvá, Vátryggingafélagið, Samvinnutryggingar, Mál og menning, Almenna bóka- félagið, Bókaútgáfan Iðunn, Menningarsjóður, fjöldi heildsala og prentsmiðja og þannig mætti áfram telja. Erfitt er að greina pólitískar línur í þessum hópi en þó endurspeglast hugsanlega áðurnefndur núningur við Morgunblaðið í því að það auglýsir aldrei í Birtingi en Þjóðviljinn gerir það oft og tíðum. Almenna bókafélagið auglýsir aftur á móti í tímaritinu samtalsbók Matthíasar Johannessen við Tómas Guðmundsson, Svo kvað Tómas (3/1960), sem fékk að auki ágæta dóma hjá Thor Vilhjálmssyni í 1.–2. hefti 1961 (57). Það var svo ef til vill yfirlýsing um að ágreiningur Birtingsmanna við ritstjóra Morgunblaðsins væri pólitískur en ekki persónulegur að ljóð eftir Matthías var birt í 1.–2. hefti 1965 (67–71).70 Stjórnmálalegt samhengi í Birtingi er einnig flókið. Dagný Kristjánsdóttir heldur því fram í Íslenskri bókmenntasögu að þótt „Birtingsmenn væru sem einstaklingar frjálslyndir eða vinstrisinnaðir tók tímaritið sér stöðu utan og ofan við flokkspólitík, kommúnisma eða íhald, og hjó á báðar hendur […]“.71 Þetta má til sanns vegar færa. Birtingsmenn sköpuðu sér þá ímynd í ritinu að 70 Einar Bragi skrifaði reyndar afar neikvæðan dóm um fyrstu ljóðabók Matthíasar, Borgin hló, árið 1958 en ekki í Birting heldur Þjóðviljann. Sjá Einar Braga, „Tvær ljóðabækur“, Þjóðviljinn 22. marz 1958, bls. 4. Jóhannes Helgi svaraði dómnum og sagði hann litaðan af þeirri staðreynd að Einar Bragi og Matthías væru ritstjórar tveggja ólíkra menningartímarita, Birtings og Stefnis, sem væru á „öndverðum meið í viðhorfum til þjóðmála og lista“ og hafi Einar Bragi ekki farið dult með andúð sína á Stefnismönnum. Sjá Jóhannes Helga, „Vegna ritdóms“, Þjóðviljinn 26. mars 1958, bls. 6 og 10. Einar Bragi brást við í sama blaði og sagði dóminn byggðan á forsendum „sem sóttar voru í verkið sjálft, og öðru ekki“. Sjá Einar Braga, „Stutt athugasemd frá Einari Braga“, Þjóðviljinn 26. marz 1958, bls. 10. Ekki þarf að fara í grafgötur með það að á milli þessara fylkinga logaði eldur en þeim mun táknrænni var prentun ljóðs Matthíasar í Birtingi árið 1965. 71 Dagný Kristjánsdóttir, „Árin eftir seinna stríð“, Íslensk bókmenntasaga, IV. bindi, ritstj. Guðmundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 417– 661, hér bls. 443–444. MÓDERNÍSKA TÍMARITIÐ BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.