Peningamál - 01.11.2000, Síða 19

Peningamál - 01.11.2000, Síða 19
drátt í útflutningi. Hitt ber þó einnig að hafa í huga að mikill vöxtur í innflutningi þjónustu kann að ein- hverju leyti að vera fylgifiskur mikils útflutnings og nettóframlag þessara greina til viðskiptajafnaðar e.t.v. ekki eins mikið og virðast kann við fyrstu sýn. Ennfremur ber að hafa í huga að vöxtur nýrra greina hefur verið fremur skrikkjóttur á undanförnum árum. Vaxtarsprotarnir í útflutningi vega því sennilega ekki nægilega þungt til að breyta myndinni verulega og vega á móti fremur neikvæðum horfum í útflutningi sjávarafurða á næstunni. Nokkuð hefur verið rætt um svokallaðan nýbú- skap (e. New Economy) og hvort hans gæti í íslensk- um þjóðarbúskap og víðar. Hafa sumir bundið vonir við að hraðari vöxtur framleiðni gæti dregið úr verð- lagsþrýstingi og spennu á vinnumarkaði og stuðlað að auknum útflutningi og minni viðskiptahalla er fram líða stundir. Þetta efni hefur ekki verið rann- sakað til hlítar hér á landi, en því munu verða gerð betri skil í Peningamálum síðar. Frumathuganir hafa hins vegar ekki leitt í ljós aukna framleiðni enn sem komið er a.m.k. (sjá rammagrein), þótt nefna megi ýmis dæmi um vöxt þekkingariðnaðar á Íslandi. Því er varhugavert að reiða sig á slíkar hugmyndir þegar stefnan er mótuð gagnvart þeim vanda sem nú er við að etja í þjóðarbúskapnum. Hversu stórt vandamál er viðskiptahallinn? Eins og oft áður hefur komið fram í Peningamálum er viðskiptahallinn, að mati Seðlabankans, ein helsta ógnin við stöðugleika í þjóðarbúskapnum á komandi árum. Mikilvægt er að greina eðli og umfang hallans rétt. Nokkurt álitamál er uppi um hvernig viðskipta- hallinn er mældur. Í þjóðhagsáætlun fyrir 2001 er í fyrsta skipti beitt nýrri aðferð við að leggja mat á þáttatekjur frá útlöndum. Seðlabankinn breytti upp- gjörsaðferð sinni fyrr á þessu ári til þess að fella hana sem best að alþjóðlegum stöðlum. Bankinn hefur ákveðið að halda sig við stranga túlkun staðla, því aðferð Þjóðhagsstofnunar skekkir samanburð við önnur lönd.9 Samkvæmt uppgjörsaðferð Seðlabank- ans yrði viðskiptahallinn 1% af landsframleiðslu meiri á þessu ári en samkvæmt aðferð Þjóðhags- stofnunar. Viðskiptahallinn undanfarin ár er að ýmsu leyti annars eðlis en á fyrri hallatímabilum. Í fyrsta lagi hefur svo mikill viðskiptahalli aldrei áður varað jafn- lengi. Á síðustu 40 árum hefur halli á viðskiptum við útlönd aðeins fjórum sinnum áður farið yfir 5% af landsframleiðslu og aðeins einu sinni náð 8% í tvö ár samfleytt. Hallinn undanfarin ár sker sig einnig úr að því leyti að ólíkt fyrri hallaskeiðum verður hann við tiltölulega hagstæð ytri skilyrði. Þegar viðskipta- hallinn varð rúm 8% af landsframleiðslu árin 1967 og 1968 var það í kjölfar hruns síldarstofnsins. Árið 1971 átti mikil fjármunamyndun reyndar þátt í því að viðskiptahallinn varð tæp 7% í eitt ár, en einnig varð nokkur samdráttur í útflutningi. Á hallaskeiðinu árin 1974-75, þegar viðskiptahallinn var meiri en 10% af landsframleiðslu tvö ár í röð, versnuðu viðskiptakjör um 18% á sama tíma og útgjöld hins opinbera jukust. Loks leiddi aflabrestur á árunum 1981 og 1982 til þess að viðskiptahallinn fór í 7% af VLF árið 1982. Halli undanfarinna ára sker sig úr að því leyti að hvorki er hægt að kenna um aflabresti né versandi viðskiptakjörum. Að vísu má segja að hallinn árið 1971 hafi átt sér stað við tiltölulega hagstæð skilyrði þar sem viðskiptakjarabati vó á móti samdrætti í útflutningi. Fjármunamyndun þá jókst hins vegar um 42% á árinu og má ætla að það hafi verið megin- ástæða hallans. Að því leyti svipaði aðstæðum þá til aðstæðna árið 1997, þegar fjármunamyndun tengd stóriðju og virkjunarframkvæmdum átti stóran hlut að máli. Síðustu þrjú árin hefur vöxtur einkaneyslu hins vegar átt ríkari hlut að máli, einkum árin 1998 og 1999. Annað einkenni núverandi hallaskeiðs er að mikill halli myndaðist þrátt fyrir að raungengi krón- unnar hafi verið útflutningsgreinum mjög hagstætt í byrjun tímabilsins. Vísitala raungengis (1980=100) miðað við hlutfallslegan launakostnað stóð t.d. í 139 árið 1974, þegar hallinn fór í 10½% af landsfram- leiðslu, en við upphaf núverandi hallaskeiðs stóð vísitalan í 88.10 Síðan þá hefur raungengið reyndar hækkað töluvert, en er þó enn nálægt meðalstöðu sl. 20 ára. Þessi staða felur í senn í sér veikleika og styrkleika. Styrkleiki hennar felst í því að engin knýj- andi nauðsyn er að lækka gengi krónunnar til þess að skapa útflutningsatvinnuvegunum lífvænleg skilyrði. Ör vöxtur ýmissa sprotagreina í útflutningi er skýr 18 PENINGAMÁL 2000/4 9. Sjá ramma á bls. 9 í Peningamálum 2000/2. 10. Þetta er meiri breyting en svo að hægt sé að skýra hana með breyttu jafnvægisraungengi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.