Peningamál - 01.11.2000, Page 22

Peningamál - 01.11.2000, Page 22
2,5 ma.kr. fram úr fjárlögum og tilfærslur rúman milljarð. Mestu skipta 2 ma.kr. umframgjöld í heil- brigðisgeiranum, en rík tilhneiging hefur verið til þess á síðustu árum að útgjöld til heilbrigðismála fari fram úr fjárlögum. Aðrar helstu ástæður hækkunar útgjalda umfram fjárlög eru hækkun vaxtagjalda, einkum vegna erlendra vaxtabreytinga, og stofnun sendiráðs í Japan sem ekki var á fjárlögum. Lánsfjárafgangur hækkar heldur minna en sem svarar bættri afkomu, um 7 ma.kr. Ráðstöfun hans er nokkrum vandkvæðum bundin í ljósi veikari stöðu krónunnar á síðustu mánuðum. Mikilvægt er að ráð- stafa afgangnum með hætti sem samrýmist því mark- miði að draga úr verðbólgu og styrkja stöðu krónunn- ar. Því má ekki greiða upp meiri erlendar skuldir en gjaldeyrisforðinn þolir. Útlitið um niðurstöðu ríkisfjármála árið 2000 má draga saman með eftirfarandi hætti: Sé horft framhjá óreglulegum lífeyrisgreiðslum, vöxtum og eigna- söluhagnaði er nokkur bati milli áranna 1998 og 1999 og haldið er í horfinu á yfirstandandi ári.14 Fjárlagafrumvarp 2001 lagt fram með metafgangi Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001 er gert ráð fyrir að tekjur og gjöld hækki nokkurn veginn í takt við þjóðhagshorfur. Ákveðið hefur verið að taka fé sem áður var eyrnamerkt Atvinnuleysistryggingasjóði og veita því í fæðingarorlof, sem áætlað er að muni kosta 2 ma.kr. á árinu og 3 ma.kr. þegar löggjöf um orlofið er komin.15 Á árinu 2001 á lánsfjárafgangur að vaxa úr 27,5 ma.kr. í ár í 34,8 ma.kr. 2001. Það vekur upp þá spurningu hvernig þessum afgangi verði best ráðstafað. Að óbreyttu gæti niðurgreiðsla erlendra lána raskað markmiðum um lækkun verð- bólgu vegna þrýstings á gengið. Mikil uppgreiðsla innlendra ríkisskulda gæti hins vegar skapað ótíma- bæran þrýsting á langtímavexti til lækkunar. Vænlegt virðist því að byggja upp verulega innstæðu í Seðla- bankanum. Einnig mætti greiða niður skuld við líf- eyrissjóði opinberra starfsmanna. Útreikningar sýna að framleiðsluspenna nái há- marki í ár og landsframleiðsla verði tæp 3% umfram eðlilega nýtingu framleiðslugetu, en rúmlega 1% á næsta ári (sjá ramma 2). Því mætti ætla að aukið aðhald fælist í bættri afkomu á næsta ári. Afgangur ríkissjóðs hækkar úr 27 í 30 ma.kr. en sá bati, eins og hann birtist í áætlunum fjárlagafrumvarpsins, kemur að mestu frá eignasölu. Batinn er ekki meiri en svo að samkvæmt skilgreiningum Þjóðhagsstofnunar á tekjum og gjöldum ríkissjóðs16 versnar afkoman heldur milli ára, eða álíka og eðlilegt má telja vegna minnkandi hagvaxtar. Meðfylgjandi línurit yfir af- komu ríkisfjármála sýnir því heldur versnandi af- komu milli áranna 2000 og 2001, en sveifluleiðrétt afkoma batnar svolítið í ljósi minni hagvaxtar. Afkoma sveitarfélaganna í landinu hefur undan- farin ár verið mun verri en hjá ríkissjóði. Þau voru rekin með 3 ma.kr. halla á árinu 1999, sem er 5% af tekjum þeirra og skárra en 8% halli á árinu 1998. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar verður hallinn 2,4 ma.kr. á þessu ári og 2,8 ma.kr. á því næsta. Þær áætl- anir byggjast hins vegar á mun ófullkomnari upp- lýsingum en fyrir liggja um ríkisbúskapinn. Hreinar skuldir sveitarfélaga halda áfram að aukast, ef spár Þjóðhagsstofnunar ganga eftir. Samkvæmt uppgjöri Þjóðhagsstofnunar eftir al- þjóðlegum stöðlum verður afgangur á rekstri hins opinbera 17 um 20 ma.kr. í ár, sem er nokkru minna en samanlagður afgangur á fjárlögum og rekstri sveitarfélaga. Mismunurinn stafar einkum af því að hagnaður af eignasölu telst ekki til tekna í þessu upp- PENINGAMÁL 2000/4 21 Tafla 6 Yfirlit ríkisfjármála Áætlanir % af vergri landsframleiðslu 1998 1999 2000 2001 A Tekjur án eignsöluhagnaðar ...... 30,9 33,1 32,5 32,3 B Gjöld án lífeyrisfærslna, vaxta og fjárfestinga ................. 24,1 24,9 24,2 24,1 C Gjöld án lífeyrisfærslna og vaxta 26,8 27,7 26,8 26,6 A-B............................................ 6,8 8,2 8,3 8,1 A-C............................................ 4,1 5,4 5,7 5,7 Heimildir: Fjármálaráðuneytið og Þjóðhagsstofnun. 15. Undanfarin ár hefur þetta fé verið tekið af Atvinnuleysistryggingasjóði en hann hefur fært inneign á ríkissjóð. Nú verður sú færsla slegin af. Sjóðsstaða í góðæri upp á 0,7 ma.kr. getur þó tæpast talist sterk. 16. Tímaraðir Þjóðhagsstofnunar, sem undanskilja söluhagnað frá tekjum, eru einu samfelldu tímaraðirnar eftir að reikningshald ríkisins ger- breyttist 1998. 17. Rekstur hins opinbera samanstendur af rekstri ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga, en tryggingarnar eru hér á landi nánast undirdeild hjá ríkinu. 14. Í þessum tölum hefur verið leiðrétt fyrir óreglulegri tekjufærslu vegna Landssímans á árinu 1999.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.