Peningamál - 01.11.2000, Side 23

Peningamál - 01.11.2000, Side 23
gjöri. Engu að síður mælist afgangur í ár 2,8% af landsframleiðslu og 2,5% á því næsta, sem hvort tveggja er með því betra sem gerist hjá ríkjum OECD. Einungis Norðmönnum og Finnum er spáð betri afkomu á árinu 2000 í síðustu skýrslum þessarar alþjóðastofnunar. Aðhald peningastefnunnar eykst í kjölfar vaxtahækk- unar 1. nóvember Nauðsynlegt er að endurmeta aðhald peningastefn- unnar reglulega og spyrja hvort það hæfi aðstæðum. Í því sambandi er gagnlegt að skoða ýmsar vísbend- ingar um aðhaldssemi peningastefnunnar og árangur hennar. Eins og fram hefur komið er vöxtur útlána mun meiri en æskilegt er. Það kann að vera vísbend- ing um að aðhald peningastefnunnar hafi verið ófullnægjandi, en þess ber þó að gæta að áhrif að- haldsaðgerða í peningamálum koma fram með tölu- verðri töf og að lánastofnanir hafa hingað til getað komist hjá aðhaldi Seðlabankans með erlendri lán- töku. Gengislækkun krónunnar kann einnig að vera vísbending um að aðhaldið sé ekki nægjanlegt. Í því sambandi þarf þó að taka tillit til þess að jafnvægis- gengi krónunnar sveiflast með undirliggjandi efna- hagsaðstæðum. Jafnvægisgengið lækkaði sl. vor þegar ljóst var að skera þurfti niður aflaheimildir og að horfur um útflutningsframleiðslu, viðskiptajöfnuð og hagvöxt höfðu versnað. Megintæki Seðlabankans til að auka aðhald er að hækka vexti bankans í viðskiptum við lánastofnanir. Frá því í árslok 1998 og þar til í júní sl. hækkuðu vextir Seðlabankans í endurhverfum viðskiptum úr 7,5% í 10,6%, eða um 3,1%. Á sama tíma jókst hins vegar verðbólga úr u.þ.b. 1½% í 5½-6% á þessu ári, eða meira en sem nam vaxtahækkun Seðlabankans. Algengt er hins vegar að nota mismun ávöxtunar verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisbréfa sömu tíma- lengdar sem mælikvarða á verðbólguvæntingar markaðsaðila, því að verðbólguvæntingar hafa meiri þýðingu í þessu samhengi en verðbólga liðins tíma. Sé miðað við þannig mældar verðbólguvæntingar hafa raunvextir í endurhverfum viðskiptum almennt hækkað nokkuð á tímabilinu, en ekki mikið. Raun- vextir í endurhverfum viðskiptum hækkuðu nokkuð eftir að verðbólguvæntingar hjöðnuðu síðsumars og í haust, og voru í október mest u.þ.b. 1% hærri en í árslok 1998. Snemma sumars höfðu þeir lækkað töluvert. Eftir óhagstæða verðlagsmælingu í október gekk þessi hækkun að nokkru leyti til baka. Með 0,8% vaxtahækkun í byrjun nóvember hækkuðu raunvextir á ný þannig að aðhald á þennan mæli- kvarða séð er nú ótvírætt meira en áður. Þegar aðhald peningastefnunnar er aukið með því að hækka skammtímavexti minnkar jafnan munur á milli langtíma- (óverðtryggðra) og skammtímavaxta, þ.e.a.s. svokallaður ávöxtunarferill verður flatari. Ef aðhaldið verður mikið geta skammtímavextirnir um hríð farið upp fyrir langtímavextina og ávöxtunarfer- illinn verður þá niðurhallandi. Það bendir til þess að markaðsaðilar telji peningastefnuna trúverðuga og að verðbólgu verði haldið í skefjum, þar sem þeir búast við að skammtímavextir verði lægri í framtíðinni. Munur langtímavaxta og skammtímavaxta minnkaði mjög á árunum 1997 og 1998, en þá hafði verðbólga enn ekki látið á sér kræla. Undanfarin tvö ár hefur ávöxtunarferillinn verið nokkurn veginn flatur en hallalínan sveiflast á bilinu ±½%. Þessi mælikvarði bendir til nokkurs aðhalds, en þó hefði e.t.v. mátt vænta þess miðað við hve skammtímanafnvextir eru háir að hallinn yrði verulega neikvæður, eða eitthvað í líkingu við það sem varð í Bretlandi árið 1998 eftir að Englandsbanki hafði hækkað vexti. Þeir vextir sem heimili og fyrirtæki greiða af óverðtryggðum lánum hafa hækkað verulega á undanförnum árum. Innlendir skammtímavextir segja þó ekki alla söguna um aðhaldsstig peninga- stefnunnar. Eins og glögglega má ráða af útlána- þróun, sem greint var frá hér að framan, hafa a.m.k. stærri innlend fyrirtæki átt nokkuð greiða leið hjá þessu aðhaldi með því að taka erlend lán á mun lægri vöxtum. Hagkvæmni slíkrar lántöku veltur á því 22 PENINGAMÁL 2000/4 1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00* 01* 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 -1,0 -2,0 -3,0 -4,0 -5,0 % Tekjuafgangur Sveifluleiðrétt afkoma Afkoma ríkissjóðs 1990-2001 Mynd 7 Heimildir: Þjóðhagsstofnun og Seðlabanki Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.