Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 37

Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 37
Lánshæfismat Mikilvægt mat á stöðu fjármálastofnana fæst með lánshæfismati alþjóðlegra lánshæfisfyrirtækja á skuldbindingum þeirra. Þó að niðurstöður þessara fyrirtækja séu ekki hafnar yfir gagnrýni er það stað- reynd að fjárfestar og fjármálastofnanir um heim allan nýta sér einkunnagjöf þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um útlán og verðbréfakaup. Einkunnagjöf- in ræður miklu um lántökumöguleika og kostnað fjármálastofnana við fjármögnun sína, sérstaklega við útgáfur á alþjóðlegum skuldabréfamarkaði. Moody’s Investors Service hefur metið íslensku viðskiptabankana með tilliti til greiðsluhæfni þeirra (Bank Deposit Rating) og fjárhagslegrar stöðu (Financial Strength Rating). Skýringar á meginflokk- um einkunna Moody’s eru í töflu 7. Í byrjun júní sl. hækkaði Moody’s mat sitt á Íslandsbanka-FBA en í apríl sl. hafði fyrirtækið tek- ið matið til endurskoðunar eftir að sameining bank- anna hafði verið boðuð. Í lánshæfismati má skipta íslenskum fjármálafyrirtækjum í þrjú þrep. Eftir sam- eininguna er Íslandsbanki-FBA með A2 í einkunn fyrir langtímaskuldbindingar, P-1 fyrir skammtíma- skuldbindingar og C fyrir eigin fjárhagslegan styrk. Þrepi neðar eru Landsbankinn með A3, P-2 og D+ og Búnaðarbankinn með A3, P-2 og D. Önnur fjármála- fyrirtæki eru ekki með lánshæfismat. Til samanburð- ar má nefna að ríkissjóður er með Aa3 fyrir langtíma- skuldbindingar og P-1 fyrir skammtímaskuldbind- ingar í erlendri mynt. VIII. Niðurstöður Á heildina litið hefur þjóðhagslegt ójafnvægi vaxið frá því sem var í febrúar, þegar sérstök grein var gerð fyrir styrk og veikleika fjármálakerfisins hér á landi í fyrsta hefti Peningamála 2000. Það birtist í því að viðskiptahalli er meiri, flestir markaðir spenntari og verðbólga meiri en reiknað var með. Verði tekju- brestur getur þessi þróun skapað forsendur fyrir fjár- hagslegum óstöðugleika. Fjármálakreppa er þó ekki yfirvofandi þar sem grunnspár um þjóðhagslega þróun gera ráð fyrir að hagkerfið kólni niður á næstu mánuðum en að hagvöxtur verði þó áfram nægur til þess að ekki komi beinlínis til rýrnunar kaupmáttar launa og ráðstöfunartekna. Atburðir á gjaldeyris- markaði í júní og júlí og lækkun á gengi krónunnar á haustmánuðum benda hins vegar til þess að mikill viðskiptahalli feli í sér áhættu fyrir gengið. Skyndi- leg lækkun þess gæti haft neikvæðar afleiðingar fyrir stöðugleika fjármálakerfisins, m.a. vegna mikillar skuldsetningar lánastofnana og viðskiptavina þeirra í erlendri mynt. Við skoðun á milliuppgjörum banka og spari- sjóða vekur athygli lægri arðsemi, há kostnaðarhlut- föll og lækkandi eiginfjárhlutföll, sérstaklega ef víkj- andi lán eru ekki meðtalin. Vonandi munu spár um hagfelldari þróun síðari hluta ársins ganga eftir en æskilegt er að horfa til enn lengri tíma og sjá enn meiri árangur við að efla rekstur og stöðu fjármála- stofnana. Slík þróun myndi ásamt öðru styrkja undir- stöður fjármálakerfisins. Ánægjulegt er að lánshæfis- mat stærsta viðskiptabankans hefur verið hækkað. Það auðveldar aðgang að fjármagni og dregur úr kostnaði við lántökur. Ef af sameiningu Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. verður má gera ráð fyrir að því fylgi aðgerðir sem gætu leitt til bætts lánshæfismats hins sameinaða banka. 36 PENINGAMÁL 2000/4 Tafla 7 Meginflokkar einkunna Moody's1 Langtíma- Skammtíma- Fjárhags- skuldbindingar2 skuldbindingar legur styrkur3 Aaa Afburða hæfi Prime-1 Afburða hæfi A Afburða sterk staða Aa Mjög mikið hæfi Prime-2 Mikið hæfi B Sterk staða A Mikið hæfi Prime-3 Viðunandi hæfi C Góð staða Baa Viðunandi hæfi Not Prime Óvisst hæfi D Viðunandi staða E Veik staða 1. Í töflunni eru sýndir meginflokkar einkunna Moody's Investors Service fyrir annars vegar greiðsluhæfi banka til langs og skamms tíma (Bank Dep- osit Rating) og hins vegar fjárhagslegan styrk (Financial Strenght). 2. Þær einkunnir sem hér eru sýndar tilheyra svonefndum fjárfestingarflokki en lakari einkunnir (Ba, B, Caa, Ca og C) tilheyra spákaupmennskuflokki. Innan flokka Aa til Caa eru undirflokkar 1,2 og 3 sem gefa til kynna hvort viðkomandi banki sé ofarlega, í miðju eða neðarlega í meginflokki. 3. Til aðgreiningar frá greiðsluhæfi er mat á fjárhagslegum styrk banka ein- skorðað við fjárhagsstöðu hans án tillits til mögulegrar utanaðkomandi að- stoðar. Þessi einkunn gefur ekki til kynna hversu líklegt er að greiðslur verði inntar af hendi á réttum tíma. Einkunninni er fremur ætlað að sýna hversu líklegt sé að viðkomandi banki muni þurfa utanaðkomandi aðstoð svo sem frá eigendum, öðrum aðstandendum eða opinberum aðilum. Fyrir megin- flokkana fyrir neðan A er stundum bætt við plúsmerki til að gefa til kynna að einkunn viðkomandi banka sé milli tilgreinds meginflokks og hins næsta fyrir ofan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.