Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 41

Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 41
um 7,5% í júní 1993 í kjölfar ákvörðunar um skerð- ingu fiskveiðiheimilda. Hvorug þessara gengisfell- inga hafði umtalsverð áhrif á innlent verðlag enda voru þær gerðar við skilyrði samdráttar í efnahags- lífinu. Frá gengisfellingunni í júní 1993 hefur mið- gengi krónunnar verið óbreytt og gengi hennar sveiflast í kringum miðgildið eftir því hvernig efna- hagsaðstæður hafa verið og hvert aðhald Seðlabank- ans í peningamálum hefur verið. Frá því í maí 1993 hefur gengisstefnan falist í því að halda gengi krón- unnar innan vikmarka sem eru opinberlega tilkynnt og ákveðin í samráði Seðlabankans og ríkisstjórnar. Upphaflega voru vikmörkin 2,25% til hvorrar handar við miðgildið. Þau voru víkkuð í 6% haustið 1995 og loks í 9% snemma árs 2000. Þá var gengisviðmiðun- inni breytt haustið 1995 og tekin upp viðmiðun við gengisvog sem aftur miðaðist við samsetningu vöru- og þjónustuviðskipta við útlönd í stað gengisvogar sem var samsett af ECU (76%), Bandaríkjadal (18%) og japönsku jeni (6%). Frá 1993 hefur Seðlabankinn lagt vaxandi áherslu á stöðugt verðlag sem meginmarkmið í peninga- málum og gefið genginu minna vægi og skilgreint það sem millimarkmið að aðalmarkmiðinu, þ.e. stöðugu verðlagi. Vextir Seðlabankans, og þá fyrst og fremst vextir í endurhverfum verðbréfaviðskiptum bankans7 við lánastofnanir, urðu meginstjórntæki hans en vægi viðskipta á verðbréfamarkaði hefur smám saman minnkað eftir því sem verðbréfamark- aðurinn hefur orðið burðugri og aðrir markaðsaðilar hafa haft það hlutverk sem Seðlabankinn hafði á fyrstu árum hans. Seðlabankinn hefur lagt áherslu á að draga úr af- skiptum af verðbréfamarkaðnum og losna við hlut- verk viðskiptavaka fyrir ríkisskuldabréf og ríkis- víxla. Ástæðan er sú að bankinn telur að tíð inngrip á þessa markaði séu ekki æskileg þar sem þau geti leitt til þess að vaxtamyndun á þessum mörkuðum verði minna trúverðug en ella. Slíkt getur dregið úr við- skiptum með bréfin á eftirmarkaði og hamlað frum- sölu þeirra. Þá er það mat bankans að dýpt skulda- bréfamarkaðarins hér á landi, eins og annars staðar, geri það að verkum að bankinn geti ekki haft áhrif á vexti með varanlegum hætti. Til að leysa sig frá því að gegna hlutverki viðskipta- vaka með ríkisskuldabréf gerði bankinn á árinu 1996 sérstaka samninga við nokkra aðila Verðbréfaþingsins um að gegna hlutverki viðskiptavaka fyrir ríkis- skuldabréf.8 Þessir samningar voru undanfari þess að fjórir stærstu aðilarnir á skuldabréfamarkaðnum tóku að sér viðskiptavakt á eigin forsendum vorið 1998.9 Seðlabankinn útilokar þó ekki að eiga viðskipti með ríkisskuldabréf á Verðbréfaþinginu en slíkt myndi þó gerast á grundvelli ákvarðana bankans hverju sinni og til að ná tilteknum peningalegum markmiðum. Við núverandi aðstæður er erfitt að sjá við hvaða skilyrði það gæti reynst nauðsynlegt. Farvegur peningastefnunnar Vextir Seðlabankans, eða ávöxtun í endurhverfum verðbréfaviðskiptum, eru meginstýritæki Seðlabank- ans. Þessi lánskjör mynda jaðarávöxtun lánsfjár fyrir lánastofnanir og hafa þannig áhrif á inn- og útláns- vexti þeirra. Því leiðir vaxtabreyting Seðlabankans að jafnaði til hliðstæðra breytinga á vöxtum í lána- kerfinu með einhverri tímatöf.10 Áhrif breytinga Seðlabankavaxta fara eftir tveimur farvegum.11 40 PENINGAMÁL 2000/4 7. Endurhverf verðbréfaviðskipti eru viðskipti með verðbréf þar sem samið er um að viðskiptin gangi til baka að tilteknum tíma liðnum á fyrirfram umsömdu verði. Í raun er eins og um lán gegn handveði í viðkomandi verðbréfum sé að ræða en munurinn felst í því að „lánveit- andi“ hefur eignarhald á verðbréfunum á samningstímanum. 8. Þessir samningar voru að formi til fjárvörslusamningar þar sem Seðla- bankinn fól nokkrum aðilum að ávaxta hluta af ríkisskuldabréfasafni sínu, gegn því að þeir gegndu hlutverki viðskiptavaka fyrir tiltekna flokka ríkisskuldabréfa sem skilgreindir voru sem markflokkar. 9. Tveir viðskiptavakanna lentu í erfiðleikum á vormánuðum árið 2000 og tilkynntu Verðbréfaþinginu að þeir hygðust hætta viðskiptavakt með ríkisskuldabréf. Lánasýsla ríkisins og Íbúðalánasjóður brugðust við með því að bjóða út viðskiptavakt á markaðsbréfum sínum. Viðskipta- vakar skv. þeim samningum fá greidda veltuþóknun. 10. Aðstæður á lánamarkaðnum geta einnig gert það að verkum að vaxta- breytingar Seðlabanka komi ekki fram í vöxtum lánastofnana. 11. Fjallað er um áhrif Seðlabankavaxta á aðra vexti í grein Þórarins G. Péturssonar (1996), „Tímaróf vaxta og skammtímavaxtaspár“, Fjár- málatíðindi, 43. árg., 169-183. Rammi 3 Vaxtaróf Seðlabankans Daglán Nafnvextir Ávöxtun Viðskiptareikningar ................ 6,9% 7,1% Innstæðubréf .......................... 10,9% 11,5% Bindiskylda ............................ 9,7% 10,1% Endurhverf viðskipti .............. - 11,4% Daglán .................................... 12,4% 13,1%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.