Peningamál - 01.11.2000, Side 47

Peningamál - 01.11.2000, Side 47
46 PENINGAMÁL 2000/4 komandi ríkja sjálfstæða gagnvart ríkisstjórn við beitingu peningalegra stjórntækja. Fræðileg rök og alþjóðleg reynsla fjölda ríkja benda til þess að lönd með tiltölulega sjálfstæða seðlabanka að þessu leyti nái að jafnaði betri árangri í hagstjórn en lönd með tiltölulega ósjálfstæða seðlabanka: minni verðbólga næst að jafnaði án þess að sá árangur sé á kostnað minni hagvaxtar eða atvinnu. Það er því engin tilviljun að fjöldi landa víða um heim hefur á undanförnum tíu árum breytt seðla- bankalöggjöf sinni í grundvallaratriðum með það fyrir augum að styrkja stöðu seðlabanka sinna í stjórnkerfinu. Stjórnvöld flestra iðnríkja, umskipta- ríkja í Austur-Evrópu, ríkja Suður- og Mið-Ameríku og margra annarra þróunarríkja hafa aukið sjálfstæði seðlabanka sinna í átt að því sem best gerist. Í þessari grein er fjallað um rökin fyrir auknu sjálfstæði seðlabanka, reynslu ríkja víða um heim og hina alþjóðlegu þróun í átt að auknu sjálfstæði seðla- banka. Fjallað er um stöðu Seðlabanka Íslands í þess- ari þróun og það sem gera þarf til að staða hans í stjórnkerfinu verði sambærileg við það sem við- gengst í flestum nágrannalöndum okkar. Einnig er fjallað um þær breytingar sem gera þarf til að tryggja gagnsæi peningastefnunnar og að bankinn standi reikningsskil gerða sinna. Umræðan um aukið sjálfstæði Seðlabanka Ís- lands er tiltölulega ný af nálinni og er komin mun skemmra á veg en annars staðar. Er það von höfund- ar að grein þessi stuðli að málefnalegri umræðu um þetta mikilvæga málefni. 2. Sjálfstæði seðlabanka 2.1. Skaðsemi verðbólgu Almenn sátt virðist ríkja meðal almennings, stjórn- málamanna, seðlabankamanna og fræðimanna um skaðsemi verðbólgu. Rannsóknir sýna að ekki er hægt að ná fram auknum hagvexti með meiri verð- bólgu til langs tíma, þótt til skamms tíma sé hægt að auka hagvöxt með eftirlátssamri peningastefnu. Ef eitthvað er, sýna rannsóknir að mikil og breytileg verðbólga geti verið skaðleg fyrir langtímahagvöxt. Hún gerir t.d. almenningi erfiðara fyrir að greina á milli almennra og hlutfallslegra verðhækkana og dregur því úr upplýsingagildi verðkerfisins. Þannig gerir hún einstaklingum, fyrirtækjum og hinu opin- bera erfiðara fyrir að taka skynsamar langtíma- ákvarðanir. Þetta gerir það að verkum að skilvirkni hagkerfisins minnkar og þannig getur verðbólga skaðað hagvaxtarmöguleika þess til langs tíma. Því má ljóst vera að stöðugt verðlag er æskilegt hagstjórnarmarkmið í sjálfu sér. Flestir hagfræðingar eru í dag sammála því að til langs tíma sé verðbólga fyrst og fremst peningalegt fyrirbæri. Stjórn peninga- mála hefur því aðeins áhrif á verðlag til langs tíma en ekki á hagvöxt eða atvinnu. Þar sem seðlabankar hafa aðeins eitt stjórntæki og geta því aðeins náð einu þjóðhagslegu markmiði til langs tíma er eðlilegt að endanlegt markmið peningamála sé stöðugt verðlag. Með þessu er ekki verið að segja að markmið um stöðugt verðlag sé þjóðfélagslega mikilvægara en markmið um fulla atvinnu, heldur einfaldlega að það sé eðli hinna peningapólitísku stjórntækja að þau henti betur til að hafa áhrif á verðlag. Með verðstöð- ugleika getur stjórn peningamála hins vegar lagt sitt af mörkum til að stuðla að stöðugu efnahagsumhverfi sem er undirstaða varanlegra hagvaxtarmöguleika hagkerfisins til langs tíma. 2.2. Af hverju sjálfstæðan seðlabanka? Að sama skapi hefur skilningur aukist á nauðsyn þess að formfesta stefnu verðstöðugleika í stjórn peninga- mála með einhverjum hætti. Með því ávinnst það að mun erfiðara verður að bregða út af aðhaldssamri stefnu í peningamálum til að þjóna skammtímahags- munum sitjandi ríkisstjórnar. Sú leið sem vestræn ríki, og í auknum mæli einnig önnur ríki, hafa talið heppilegasta til að ná þessu markmiði er að gefa seðlabönkum landa sinna með formlegum hætti fullt og óskorað vald til að taka ákvarðanir og framkvæma peningastefnu sem miðar að stöðugu verðlagi.3 Bankinn þarf því ekki (og er í raun óheimilt) að hlíta fyrirskipunum ríkisstjórnar eða einstakra ráðherra um aðgerðir í peningamálum sem ganga gegn því markmiði. Slíkt frelsi er síðan bundið með formleg- um hætti í lögin um seðlabankann og jafnvel í stjórn- arskrá. Með þessu vinnst það að slitin eru með form- legum og trúverðugum hætti öll tengsl milli dag- legrar stjórnar peningamála og ríkisstjórnar. Þannig 3. Fjöldi fræðilegra rannsókna sýnir fram á kosti þess að stjórn peninga- mála sé á hendi sjálfstæðs seðlabanka sem er ekki undir beinni stjórn kjörinna stjórnvalda. Sjá t.d. Rogoff (1985), Persson og Tabellini (1993), Walsh (1995) og Svensson (1997).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.