Peningamál - 01.11.2000, Síða 56

Peningamál - 01.11.2000, Síða 56
3.3. Kröfur um gagnsæi og reikningsskil Þrátt fyrir að aukið sjálfstæði seðlabanka stríði ekki gegn lýðræðishugtakinu er nauðsynlegt að tryggja að peningastefnan sé gagnsæ þannig að almenningur og kjörin stjórnvöld eigi auðvelt með að fylgjast með og meta ákvarðanir seðlabankans og að bankanum sé með einhverjum hætti, lagalega sem og óformlega, gert að standa reikningsskil gerða sinna. Með þessu er líklegt að peningamálastefna bankans festist enn betur í sessi, auk þess sem komið er til móts við lýðræðisleg sjónarmið um tengsl valds og ábyrgðar. Þetta kemur t.d. fram í víðtækum reglum um gagnsæi peningamála sem stjórnarnefnd Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins samþykkti haustið 1999 (sjá grein Ingi- mundar Friðrikssonar, 2000). Með kröfum um gagnsæi peningastefnunnar og reikningsskil seðlabankans er bankanum gert að skýra allar sínar aðgerðir með greinargóðum hætti og vera tilbúinn að svara fyrir ákvarðanir sínar gagnvart almenningi og ríkisstjórn. Það er því engin tilviljun að þau lönd sem hafa aukið sjálfstæði seðlabanka sinna á síðustu árum hafa jafnframt lagt mikla áherslu á að gagnsæi peningastefnunnar og reikn- ingsskil seðlabankanna séu aukin því til samræmis. Rammi 3 fjallar nánar um hvernig gagnsæi og reikn- ingsskil Englandsbanka hafa verið tryggð en fyrir- komulagi Breta hefur víða verið hrósað og það almennt talið tryggja hvað gagnsæjasta peninga- stefnu. 3.4. Mat á gagnsæi peningastefnunnar Fry og félagar (2000) leggja einnig mat á gagnsæi peningastefnunnar í þeim 94 löndum sem rannsókn þeirra náði til. Reynt er að leggja mat á hversu mikið viðkomandi banki leggur upp úr því að útskýra að- gerðir sínar fyrir almenningi. Í fyrsta lagi er gefin einkunn fyrir hversu vel aðgerðir eru skýrðar. Þar er tekið til þess hvort greint sé frá ákvörðunum í peningamálum samdægurs, hvort greint sé frá ákvörðunum um óbreytta stefnu, hversu oft opinbert mat sé lagt á stöðu peningamála og hvort fundargerð og niðurstöður atkvæðagreiðslu séu birt opinberlega. Í öðru lagi er gefin einkunn fyrir áherslu bankans á framsýnt mat á efnahagshorfum og skýrleika verðbólguspáa bankans. Matið ræðst af því hvort slíkar spár séu yfirleitt birtar, hvort þær inni- haldi áhættumat og hvort fjallað sé um fyrri spávillur. Að lokum er gefin einkunn fyrir hversu oft seðla- bankinn birti opinberlega í ræðu og riti greiningu á innlendum efnahagsmálum. Tafla 2 sýnir samantekt á slíku mati. Upplýsing- arnar um 11 aðildarríkin að EMU eru uppfærðar til samræmis við fyrirkomulag ECB. Eins og sjá má í töflunni fær Seðlabanki Íslands 6,5 í einkunn og er nálægt meðaltali iðnríkja. Þeir bankar sem mælast með gagnsæjustu stefnuna eru seðlabankar Bret- lands, Svíþjóðar, Bandaríkjanna og Nýja Sjálands. ECB stendur sig síður og hefur verið gagnrýndur fyr- ir lítt gagnsæja stefnu. Seðlabanki Íslands er talinn standa sig nokkuð vel í framsetningu á verðbólguspám sínum en síður á hina tvo mælikvarðana. Skýringin á tiltölulega lágri einkunn fyrir skýringu aðgerða er að fundargerðir er snúa að ákvörðunum í peningamálum eru ekki birtar enda engar slíkar fundargerðir samdar og að ákvarð- anir um óbreytta stefnu eru ekki kynntar sérstaklega enda ekki fjallað um mögulegar aðgerðir á fyrirfram ákveðnum tímum. Það sem helst dregur niður einkunn bankans í tíðni greiningar á innlendum efna- PENINGAMÁL 2000/4 55 Tafla 2 Gagnsæi peningastefnunnar víða um heim1 Verðbólgu- Tíðni á spár opinberri Aðgerðir birtar og greiningu Lönd skýrðar skýrðar efnahagsmála Alls Bandaríkin .......... 9,4 9,1 10,0 9,5 Bretland .............. 9,7 10,0 10,0 9,9 ECB .................... 7,2 4,3 10,0 7,2 Japan ................... 9,4 4,3 8,7 7,5 Iðnríki ................. 6,8 5,3 9,5 6,9 Umskiptaríki ....... 6,0 3,4 7,7 5,7 Þróunarríki .......... 4,7 3,9 6,8 5,1 Danmörk ............. ... ... ... ... Finnland .............. 7,2 4,3 10,0 7,2 Noregur ............... 6,6 10,0 10,0 8,9 Svíþjóð ................ 8,5 10,0 10,0 9,5 Ísland .................. 4,7 8,2 6,7 6,5 Sæti Íslands meðal iðnríkja ... 24. 7. 26. 23. meðal allra ríkja . 61.-65. 8. 58.-64. 40. 1. Matið miðast við stöðuna síðla árs 1998. Hins vegar hafa þær breytingar verið gerðar á tölum Frys og félaga að staða aðildarríkja EMU er uppfærð til samræmis við stöðu evrópska seðlabankans. Tölur fyrir Danmörk vant- aði í rannsókn Frys og félaga. Hæsta einkunn er 10. Iðnríkin eru 27 talsins en heildarfjöldi ríkja 93. Heimildir: Fry og félagar (2000) og heimasíður ýmissa seðlabanka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.