Peningamál - 01.11.2000, Side 57
hagsmálum, samkvæmt mati Frys og félaga, er tíðni
birtra ræðna yfirmanna bankans um efnahagsmál. Á
móti kemur hins vegar að bankinn fær ágætiseinkunn
fyrir tíðni útgefinna fræðigreina.
Stefna Seðlabanka Íslands virðist því ágætlega
gagnsæ í samanburði við önnur lönd, þótt margt megi
vafalaust bæta. Eitt af því sem mætti bæta til að
auðvelda aðhald kjörinna stjórnvalda og almennings
að seðlabankanum, er að formfesta ákveðið ferli sem
fer af stað mistakist Seðlabankanum að ná settu
markmiði. Um gæti verið að ræða sams konar ferli og
er í Svíþjóð og Bretlandi. Með því yrði stefna bank-
ans enn gagnsærri og tryggt yrði að bankinn þyrfti að
standa reikningsskil gerða sinna.
4. Lokaorð
Á undanförnum áratug hafa íslensk stjórnvöld beitt
sér fyrir mikilli uppstokkun á innlendum fjármála-
markaði. Þannig hefur starfsumhverfi hans að stórum
hluta verið samræmt því sem gerist í nágrannalön-
dum okkar og á hinu evrópska efnahagssvæði. Höft á
fjármagnshreyfingum til og frá landinu hafa verið af-
numin, reglur um starfsemi innlendra fjármálafyrir-
tækja hafa verið samræmdar alþjóðlegum stöðlum,
innlend fjármálafyrirtæki í eigu hins opinbera hafa að
hluta verið seld á almennum markaði og munu trú-
lega að öllu leyti verða komin í almenningseign eftir
örfá ár og reglur um starfsemi kauphalla og lög um
verðbréfaviðskipti hafa verið samræmd alþjóðlegum
stöðlum. Allt hafa þetta verið mikil framfaraspor
fyrir íslenskt efnahagslíf sem eiga eftir að skila enn
betur starfandi hagkerfi í framtíðinni. Eitt hefur þó
setið eftir. Lög Seðlabanka Íslands, lykilstofnunar
fjármálakerfisins, hafa verið nánast óbreytt síðan á
níunda áratugnum þegar uppbygging innlends fjár-
málakerfis var í grundvallaratriðum með allt öðru
sniði en í dag.
Í þessari grein er fjallað um ýmis rök fyrir auknu
sjálfstæði seðlabanka til að beita peningapólitískum
stjórntækjum sínum. Eins og kemur fram í greininni
bendir alþjóðleg reynsla til þess að lönd með tiltölu-
lega sjálfstæða seðlabanka nái að jafnaði betri
árangri í hagstjórn en lönd með tiltölulega ósjálf-
stæða seðlabanka: lægri verðbólga næst að jafnaði án
þess að sá árangur sé á kostnað minni hagvaxtar eða
atvinnu.
Það er því engin tilviljun að fjöldi landa víða um
heim hefur á undanförnum tíu árum breytt seðla-
bankalöggjöf sinni í grundvallaratriðum með það
fyrir augum að styrkja stöðu seðlabanka sinna gagn-
vart ríkisstjórn. Flest iðnríki, umskiptaríki í Austur-
Evrópu, ríki Suður- og Mið-Ameríku, og mörg önnur
þróunarríki hafa aukið sjálfstæði seðlabanka sinna.
Löggjöf Seðlabanka Íslands hefur hins vegar ekki
fylgt þessari alþjóðaþróun og er nú svo komið að
hann telst hafa sambærilegt lagalegt sjálfstæði og
meðaltal þróunarríkja og töluvert minna sjálfstæði en
meðaltal umskiptaríkja. Ísland er eina iðnríkið, ásamt
Noregi, þar sem sjálfstæði seðlabankans hefur ekki
verið formlega sett í lög. Það virðist því rökrétt að
fara þurfi fram grundvallarendurskoðun á löggjöf
Seðlabanka Íslands, eigi að ljúka því verki að sam-
ræma starfsumhverfi innlends fjármálakerfis við það
sem gerist erlendis.
Helstu breytingarnar sem þyrfti að gera eru í
fyrsta lagi að breyta settum markmiðum bankans
þannig að verðstöðugleika sé gert hærra undir höfði.
Taka þarf í burtu þau markmið sem bankanum eru
sett og geta gengið í berhögg við markmiðið um
verðstöðugleika og eru jafnvel utan áhrifavalds
Seðlabankans. Gera þarf verðstöðugleika að megin-
markmiði peningastefnunnar. Einnig er hægt að hafa
markmið sem ekki ganga í berhögg við verðstöðug-
leika, eins og stöðugleiki fjármálakerfisins. Að sama
skapi er einnig hægt að vísa í markmið um atvinnu
og hagvöxt en þá verður að koma fram að Seðla-
bankinn geti einungis unnið að þessum markmiðum
telji hann það ekki ganga gegn meginmarkmiðinu um
verðstöðugleika.
Í öðru lagi þyrfti að breyta lögunum þannig að
bankanum sé ekki lengur skylt að fylgja fyrirmælum
ríkisstjórnar varðandi stjórn peningamála í þeim til-
vikum sem bankinn telur það ganga gegn markmið-
inu um stöðugt verðlag. Lögin þyrftu að kveða svo á
að kjörnum stjórnvöldum sé ekki heimilt að gefa
bankanum fyrirmæli um stjórn peningamála og að
bankanum sé óheimilt að leita eftir slíkum fyrirmæl-
um. Þó væri hægt að fara sömu leið og sum önnur
ríki hafa farið og gefa ríkisstjórn heimild til að grípa
inn í ákvarðanir í peningamálum ef um „stórkostlega
efnahagslega neyð“ er að ræða. Þá þyrfti að vera til
skýrt afmarkað ferli sem slíkar ákvarðanir færu eftir
í gegnum stjórnkerfið. Slíkt ferli ætti að vera sitjandi
ríkisstjórn pólitískt erfitt nema réttlæting íhlutunar-
innar sé augljós.
56 PENINGAMÁL 2000/4