Peningamál - 01.11.2000, Page 60

Peningamál - 01.11.2000, Page 60
PENINGAMÁL 2000/4 59 kerfið geti hleypt af stað eða miðlað áfram kerfis- óreglu sem geti haft veruleg áhrif á allt fjármálakerf- ið. Þannig eru greiðslukerfi sem annast stórar milli- bankafærslur mun viðkvæmari út frá sjónarhóli kerfisáhættu en smágreiðslukerfi þar sem litlu máli skiptir frá sjónarhóli heildaráhættu þótt stöku greiðslur misfarist eða tefjist. Greiðslukerfi sem ann- ast uppgjör annarra greiðslukerfa, t.d. greiðslujöfn- unarkerfa, eru almennt álitin „kerfislega mikilvæg“, jafnvel þótt fjöldi greiðslna sé ekki mikill. Eðli greiðslnanna getur þannig einnig skipt máli. Smá- greiðslukerfi, sem jafnframt er eina greiðslukerfið í tilteknu landi, er að sjálfsögðu mikilvægt, ekki endi- lega vegna eðlis greiðslna eða fjárhæða, heldur vegna mikilvægis þess í fjármálakerfinu. Spurningar hafa vaknað um það hvort uppgjörskerfi vegna verð- bréfaviðskipta falli undir skilgreininguna um mikil- væg greiðslukerfi og er svarið háð því hvort fjárhags- legt uppgjör fer fram í þessum kerfum eða ekki. Ef fjárhagslegt uppgjör fer fram í kerfinu er það í flest- um tilvikum talið í flokki „kerfislega mikilvægra“ greiðslukerfa. Kjarnareglurnar 10 Megináherslan er sem fyrr sagði á vönduð vinnu- brögð og traust umhverfi greiðslumiðlunar og fer hér á eftir umfjöllun um nokkur atriði sem snerta hverja af hinum tíu kjarnareglum. Hægt er að nálgast greinargerð um kjarnareglurnar 10 og útfærslu þeirra á heimasíðu BIS: http://www.bis.org. Kjarnareglurn- ar 10 ásamt útskýringum á ábyrgðarsviði seðlabanka eru einnig í sérstökum ramma með greininni. 1. Traustur lagalegur grunnur Það er engin tilviljun að traustur lagalegur grunn- ur er fyrsta boðorðið í þessum bálki. Ef lagalegur grunnur er ótraustur eða álitinn ótraustur geta ráðstafanir, sem til á að grípa ef einhver aðili að greiðslukerfi bregst, fallið um sjálfar sig á ögur- stund og allt fjármálakerfið gæti riðað til falls. Það er því mikilvægt að lagalegt umhverfi sé geirneglt eins og hægt er. Það er að mörgu að huga, t.d. þarf að skoða lög og reglur greiðslu- kerfisins sjálfs, lög sem fjalla um gjaldþrot og meðferð þrotabúa, lög um samninga, lög um ábyrgðir, lög um fjármálastofnanir, samninga þátttakenda við greiðslukerfið og síðan þarf að skoða þetta allt í samhengi. Jafnvel þótt laga- grunnurinn sé talinn traustur er ekki þar með sagt að ekki geti komið upp ófyrirséð vandamál þegar í harðbakkann slær. Til dæmis getur komið upp á versta tíma að ekki sé hægt að framfylgja tiltekn- um aðgerðum á þann hátt sem búist var við. Því er mikilvægt að þessi mál séu könnuð rækilega fyrirfram og sérfróðir menn látnir yfirfara laga- lega stöðu og benda á veikleika sem kunna að vera til staðar. Auðvitað má segja sem svo að ekki verður vitað fyrr en eftir á hvernig lagalegur grunnur stenst í raunveruleikanum en vandaður undirbúningur er líklegur til að skila sér með því að færri óvænt atriði komi upp á borðið þegar á reynir. 2. Skilningur á áhættu „Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara er ólíklegt að þú komist þangað.“ Það sama á við um áhættu í greiðslukerfum. Ef ekki er til staðar fullnægj- andi skilningur á áhættu er líklegt að rangar ákvarðanir verði teknar og að skellurinn geti orð- ið þeim mun verri. Mælt er með því að reglur séu skýrt orðaðar og einfaldar og að gefnar séu út skýringar og leiðbeiningar til að aðilar að greiðslukerfum átti sig á þeirri áhættu sem að þeim snýr. Einnig er nauðsynlegt að rekstraraðili sé vel meðvitaður um áhættu, bæði sína og ekki síður annarra þátttakenda. Nauðsynlegt er að við- halda þeim upplýsingum sem til eru og einnig gæti verið viðeigandi að halda reglulegar kynn- ingar á þessu sviði. Eitt af hlutverkum rekstrar- aðila greiðslukerfis ætti að vera að sjá til þess að til sé greinargott kynningarefni. Einnig gæti verið gagnlegt að prófa með einhverjum hætti skilning þátttakenda á áhættunni í greiðslukerfinu. 3. Stýring áhættu Nauðsynlegt er að vinnubrögð séu markviss og taki tillit til þeirra atburða sem kunna að koma upp í greiðslukerfum. Þátttakendur þurfa einnig að skoða vel og stýra þeirri áhættu sem snýr að þeim sjálfum. Hugsanlegt er að hægt sé að stýra áhættu að einhverju leyti með reglum um aðgengi en þær verða þá að vera í samræmi við 9. kjarna- regluna. Mælt er með því að hægt sé að setja hámörk á eigna-/skuldastöðu gagnvart öðrum þátttakendum. Þannig geta þátttakendur t.d. sjálf-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.