Peningamál - 01.11.2000, Page 62

Peningamál - 01.11.2000, Page 62
9. Jafnræði Þessi regla er sótt úr Lamfalussy-skilyrðunum og kveður svo á að aðilar að greiðslukerfum skulu njóta jafnræðis um aðgengi. Þrátt fyrir þetta er hægt að gera ýmsar kröfur til þátttakenda en skil- yrðið er að jafnræðis sé gætt. 10. Eðlilegir stjórnunarhættir Það skiptir verulegu máli fyrir efnahagskerfið að stjórnunarhættir greiðslukerfa séu með þeim brag að sæmandi sé. Vegna mikilvægis greiðslukerfis- ins og þeirra hagsmuna sem því tengjast er eðli- legt að gera kröfur um hagkvæmni stjórnunar, ábyrgð þeirra sem stýra og sýnileika til að hægt sé að meta gjörðir þeirra. Leiðbeiningar fyrir seðlabanka Með þessum nýju reglum fylgja einnig „leiðbeining- ar“ um það hvernig seðlabankar eigi að móta starf- semi og tilsjón með greiðslukerfum. Þar er lögð höfuðáhersla á að seðlabanki skilgreini vel hlutverk sitt og birti opinberlega stefnu sína. Einnig er lögð áhersla á að seðlabankar gæti þess að eigin greiðslu- kerfi starfi í samræmi við kjarnareglurnar 10. Ekki er víst að seðlabanki fari með eftirlit með greiðslukerf- um en í allmörgum löndum hafa seðlabankar það hlutverk að hafa einhvers konar tilsjón með greiðslu- kerfum. Þetta tilsjónarhlutverk er oft hluti af því að seðlabönkum er þá falið að fylgjast með fjármála- stöðugleika. Staðan hér á landi Þótt ef til vill sé fullsnemmt að gera úttekt á því hvernig greiðslukerfi hér á landi standist kjarnaregl- urnar 10 skal hér reynt að stikla á stóru í þessu efni og tína til verk sem hafa verið leyst eða eru í farvatninu. Tekið skal fram að gera verður allnokkra fyrirvara þar sem kjarnareglurnar eru ekki endanlegar og túlkun og skoðun á einstökum liðum mun kalla á viðamiklar formlegar úttektir sem enn eru óframkvæmdar. PENINGAMÁL 2000/4 61 I. Greiðslukerfi eiga að byggjast á traustum lagaleg- um grunni í öllum þeim lögsögum sem þau starfa í. II. Reglur og aðferðir eiga að gera þátttakendum kleift að skilja til fullnustu áhrif greiðslukerfisins á sérhverja fjárhagslega áhættu sem verður til vegna þátttöku í kerfinu. III. Í greiðslukerfinu eiga að vera skýrar aðferðir vegna stýringar á greiðslufallsáhættu og lausafjár- áhættu sem eiga að tilgreina ábyrgðarsvið rekstrar- aðila kerfisins og þátttakenda og hvetja þá með viðeigandi hætti til að stýra og halda þessum teg- undum áhættu í skefjum. IV.* Greiðslukerfi ætti að tryggja tímanlegt lokauppgjör samdægurs, helst á eðlilegum afgreiðslutíma en að lágmarki í lok dags. V.* Fjölhliða greiðslujöfnunarkerfi eiga að lágmarki að geta tryggt með tímanlegum hætti lok daglegs uppgjörs þótt sá aðili sem hefur stærstu neikvæðu greiðslustöðuna sé ófær um greiðslu. VI. Eignir sem notaðar eru til uppgjörs ættu helst að vera í formi kröfu á seðlabanka; ef aðrar eignir eru notaðar ætti greiðslufallsáhætta þeirra að vera lítil sem engin og einnig ætti lausafjárhætta að vera lítil sem engin. VII. Greiðslukerfi eiga að tryggja að öryggi og áreiðan- leiki rekstrar sé ávallt mikill og til ættu að vera varaleiðir/aðferðir sem hægt er að grípa til við að ljúka daglegri vinnslu. VIII. Greiðslukerfi eiga að veita greiðslumiðlunar- þjónustu sem er hagnýt og hagkvæm fyrir notendur. IX. Greiðslukerfi eiga að hafa hlutlægar og opinberar aðgangsreglur sem leyfa jafnan og óhindraðan aðgang. X. Stjórnunaraðferðir greiðslukerfis eiga að vera skil- virkar, ábyrgar og sýnilegar. Kjarnareglurnar 10 fyrir „kerfislega mikilvæg“ greiðslukerfi * Greiðslukerfi ættu að reyna að ganga lengra en þau lágmörk sem fram eru sett í þessum liðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.