Peningamál - 01.11.2000, Page 66

Peningamál - 01.11.2000, Page 66
PENINGAMÁL 2000/4 65 • Eftirspurnarspenna hefur því að líkindum vaxið meira en hún hefði gert ef peningastefna Íra væri sjálfstæð. • Gengi evrunnar hafði í september lækkað um u.þ.b. fjórðung gagnvart Bandaríkjadal og 13% gagnvart bresku pundi (hafði lækkað enn meira þegar gengi pundsins stóð sem hæst) frá stofnun myntbandalagsins. Þar sem Bandaríkjadalur og sterlingspund vega þyngra í utanríkisviðskiptum Íra en flestra annarra þjóða myntbandalagsins eru verðlagsáhrif lágs gengis evrunnar sérstaklega sterk þar.2 Miðað við samsetningu utanríkis- viðskipta Íra námu verðlagsáhrif gengisbreyting- ar evrunnar frá ársbyrjun 1999 til síðsumars árið 2000 u.þ.b. 10%, sem fer nærri því að samsvara hækkun innflutningsliðar vísitölu heildsöluverðs. • Skattar á tóbak hafa verið hækkaðir verulega og hefur tóbak hækkað í verði um 17,5% sl. 12 mán- uði. Áhrif verðhækkunar tóbaks á vísitölu neyslu- verðs hefur verið tæplega 1%. • Með eindæmum mikil verðhækkun fasteigna á sér að hluta til rætur í mannfjöldaþróun og breyttri fjölskyldugerð sem í samhengi við stór- aukna atvinnu og öran vöxt ráðstöfunartekna hef- ur leitt til meiri spurnar eftir húsnæði en framboð fær annað, en framboð húsnæðis er fremur óteyg- ið til skamms tíma litið.3 Líkt og á Íslandi hefur húsnæðiskostnaður hækk- að töluvert á Írlandi á liðnu ári eða um tæp 17% og skýrir sú hækkun rúmlega 1% af hækkun vísitölunn- ar. Eldsneyti hefur hækkað á Írlandi sem annars staðar, en meiru máli skiptir tæplega 7% verðhækkun þjónustu, sem skýrir tæplega 1% af hækkun vísitöl- unnar, og verðhækkun matvæla, sem skýra rúmlega 1% af hækkun vísitölunnar. Verðhækkun matvæla hefur þó verið nokkru minni en heildarhækkun vísitölunnar eða 4,6%. Að ýmsu leyti er verðlagsþróun á Írlandi sláandi lík hérlendri þróun verðlags. Í báðum tilvikum hefur hækkun húsnæðisverðs haft umtalsverð áhrif á vísi- töluna, þótt þau séu reiknuð með nokkuð öðrum hætti á Írlandi, og verðhækkun þjónustu og vísitölu- áhrif eru álíka mikil í löndunum. Gengisþróunin hef- ur hins vegar verið mun óhagstæðari verðlagsþróun á Írlandi en launaþróun hagstæðari. Á Írlandi hækkuðu laun í iðnaði um 2,9% árið 1997, 5,3% árið 1998 og 6% árið 1999. Þetta eru mun hóflegri launahækkanir en á Íslandi auk þess sem framleiðni hefur aukist meira á Írlandi.4 Þetta kann hins vegar að breytast eftir því sem atvinnuleysi minnkar, en reiknað er með 3,6% meðalatvinnuleysi á yfirstandandi ári saman- 2. U.þ.b. helmingur vöruinnflutnings Íra árið 1999 kom frá Bretlandi og Bandaríkjunum, þar af rúmur þriðjungur frá Bretlandi, og 37% írsks útflutnings fóru til þessara landa. 3. Atvinna jókst um 30% á árunum 1993-1999. Árleg aukning ráðstöfun- artekna heimilanna nam 7% að raungildi á sama tímabili. Tafla 1 Írland: yfirlit efnahagsmála 1 %-breyting milli ára sé ekki annað tekið fram 1997 1998 1999 20001 20012 Einkaneysla ..................... 7,3 7,4 7,8 8,0 8,0 Samneysla ....................... 4,8 5,9 3,6 4,8 3,8 Fjármunamyndun ............ 17,4 16,8 11,6 11,0 11,3 Þjóðarútgjöld .................. 9,5 9,4 7,6 8,2 8,2 Útflutningur .................... 17,0 20,5 14,0 17,1 11,1 Innflutningur ................... 16,1 23,2 14,5 16,3 11,7 Landsframleiðsla ............ 10,7 8,9 8,7 9,9 8,0 Atvinnuleysi, % vinnuafls ..................... 10,4 7,6 5,5 3,6 3,3 Jöfnuður hins opinbera, % af VLF ........ 0,6 2,2 1,7 2,0 4,8 Viðskiptajöfnuður, % af VLF ........................ 2,5 2,0 0,3 0,9 -0,3 Verðlag einkaneyslu......... 2,5 3,7 3,8 4,2 3,8 1 Áætlun. 2 Spá. Heimild: OECD, Economic Outlook, júní 2000. % Matvæli Áfengir drykkir Tóbak Föt og skór Eldsneyti og lýsing Húsnæði Varanlegar neysluvörur Aðrar vörur Samgöngur Þjónusta Alls HICP 0 3 6 9 12 15 18-3-6 Hækkun yfir 12 mán. Áhrif á vísitölu Breyting undirþátta vísitölu neysluverðs yfir 12 mánuði (%) Mynd 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.