Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 69

Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 69
68 PENINGAMÁL 2000/4 lágra vaxta og veðskuldir minni en í öðrum sambæri- legum löndum þegar fasteignaverð var í hámarki. Þótt lánveitingar til fasteignakaupa hafi aukist hröð- um skrefum að undanförnu, eru fasteignalán enn til- tölulega lágt hlutfall af heildarútlánum bankakerfis- ins, eða 10%. Hrun fasteignaverðs gæti eigi að síður haft um- talsverð áhrif á heilbrigði fjármálakerfisins. Vegna þess hve fasteignamarkaðurinn er næmur fyrir hag- sveiflum getur tiltölulega vægur samdráttur haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir þá fjárfesta sem lagt hafa umtalsvert fé í fasteignir á hámarksverði. Þegar fast- eignaverð hækkar mjög ört á skömmum tíma getur eftirspurn að sama skapi þurrkast upp skyndilega. Hlutfall húsnæðisverðs af ráðstöfunartekjum bendir til þess að húsnæðiskaup séu nú orðin eins óhagstæð og þau hafa nokkurn tíma verið, enda húsnæðisverð í Dublin nú orðið með því hæsta sem gerist í Evrópu. Vegna lágra vaxta hefur greiðslubyrði hins vegar ekki vaxið að sama skapi. Að meðaltali vörðu heim- ilin 20% tekna sinna til afborgana og vaxtagreiðslna af húsnæðisveðskuldum árið 1999, sem er nokkru lægra en mest varð árið 1982 og helmingi lægra hlut- fall en þegar breska fasteignaverðbólgan 1986-1989 var í hámarki. Hækki vextir hins vegar verulega mun greiðslubyrði aukast að sama skapi, einkum hjá nýj- um kaupendum. Hvernig er hægt að bregðast við ofþenslu innan myntbandalagsins? Aðild Írlands að myntbandalagi takmarkar vissulega möguleika stjórnvalda til þess að bregðast við of- þenslumerkjum í þjóðarbúskapnum. Í sjálfu sér þarf það ekki að leiða til skyndilegra umskipta. Sam- keppnisstaða rýrnar vegna meiri verðhækkunar en í samkeppnislöndum og framleiðsla færist í auknum mæli yfir í heimavörur. Að því tilskildu að um hæg- fara aðlögun sé að ræða þarf kostnaður ekki að vera mikill. Hugsanlega, eins og vikið hefur verið að, gætu umskiptin þó orðið skyndileg, sérstaklega ef eignamarkaður er yfirspenntur og peningalegt aðhald eykst á myntsvæðinu á óheppilegum tíma. Stjórnvöld kunna því að vilja bregðast tímanlega við ofþenslu- einkennum með öðrum úrræðum en peningalegu að- haldi. Eitt af því sem til greina kemur er að beita mót- vægisaðgerðum á sviði ríkisfjármála. Tvennt gerir þó markvissa beitingu ríkisfjármála við þessar aðstæður tormerkjum háða. Í fyrsta lagi kann að vera erfitt að réttlæta aukið aðhald á sviði ríkisfjármála þegar staða þeirra er mjög sterk fyrir eins og á Írlandi nú. Í öðru lagi eru margföldunaráhrif ríkisfjármálaaðgerða fremur lítil í jafn opnu hagkerfi og því írska. Aðhaldsaðgerðir á sviði ríkisfjármála þurfa því að vera stórar í sniðum eigi þær að hafa tilætluð áhrif á innlenda eftirspurn. Ýmsar umbætur á samkeppnis- háttum, umgjörð launamyndunar o.fl. kerfisbætur koma einnig til greina þótt þær beinist ekki beinlínis gegn hagsveiflunni, en þær þurfa að vera tímanlegar eigi að vera nokkur von um að þær mildi afleiðingar ofþenslu í þjóðarbúskapnum. Fræðilega ætti að vera mögulegt að beita sjálf- stæðri peningastefnu til þess að draga úr ofþenslu á fasteignamarkaði og milda verðhjöðnun. Það er því áhugaverð spurning hvort sjálfstæð peningastefna hafi í reynd gagnast þjóðum sem upplifað hafa álíka ofþenslu á fasteignamarkaði og Írland nú. Reynslan af fasteignabólunum á Norðurlöndum og Bretlandi bendir ekki til að hægt sé að ganga að því sem vísu. Hvergi hefur fasteignaverð gengið jafn kyrfilega til baka að lokinni uppsveiflu og á Norðurlöndunum í byrjun 10. áratugarins. Í Finnlandi og Noregi gekk meira en öll fyrri verðhækkun til baka (130% í Finn- landi).8 Sjálfstæð peningastefna og gjaldmiðill gögn- uðust löndunum ekki til þess að koma í veg fyrir verðhrun. Þvert á móti má ætla að brostið traust á peningastefnuna og fall gjaldmiðlanna hafi átt sinn þátt í að magna hrunið. Þess ber þó að geta að fast- gengisstefna og afnám hafta á fjármagnshreyfingar hafa líklega heft framkvæmd sjálfstæðrar peninga- stefnu og e.t.v. orðið til þess að stjórnvöld brugðust ekki nægilega tímanlega við ofþenslumerkjum. Hvað sem því líður má draga þá ályktun að írsk stjórnvöld hefðu ekki endilega verið í betri stöðu til að tryggja stöðugleika með sjálfstæðan gjaldmiðil og aðild að ERM, gengistilhögun Evrópusambandsins, forvera myntbandalagsins. Niðurlag Óhjákvæmilegt er að hin sameiginlega peningastefna myntbandalagsins henti ekki ævinlega öllum svæð- um þess. Hið sama gildir raunar um ólík svæði innan þjóðríkjanna sem að myntbandalaginu standa. Þann 8. Sjá Ireland: Selected Issues and Statistical Appendix, IMF Staff Country Report nr. 00/99, ágúst 2000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.